Innlent

Hálfs milljarðs umferðarsektir óinnheimtar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Umferð hefur aukist mikið á síðustu árum, ekki síst vegna komu erlendra ferðamanna.
Umferð hefur aukist mikið á síðustu árum, ekki síst vegna komu erlendra ferðamanna. Vísir/pjetur
Ógreiddar sektir vegna umferðarlagabrota frá árinu 2008 nema rúmum 633 milljónum króna. Þar af eru rúmar 418 milljónir til komnar vegna áranna 2015-2017.

Þetta kemur fram í svari Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Miðflokksmannsins Birgis Þórarinssonar. Fyrirspurnin sneri að því hve stór hluti sektanna ætti rætur sínar að rekja til erlendra ferðamanna en ekki var unnt að svara því hve há sú upphæð var þar sem sektir eru ekki flokkaðar eftir þjóðerni.

Í frétt Fréttablaðsins í nóvember í fyrra kom fram að varlega áætlað næmi upphæð ógreiddra sekta fyrir árið 2016 um 180 milljónum. Upphæð fyrir það ár stendur nú í tæpum 134 milljónum.




Tengdar fréttir

4,5 milljónir í símasektir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað 113 ökumenn fyrir að nota farsíma við akstur frá 1. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×