Ef ekki nú, hvenær þá? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar 25. maí 2018 22:56 Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því. Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi. Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi. Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra. Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna. Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar. Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá? Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar