Skoðun

Ef ekki nú, hvenær þá?

Steinunn Ýr Einarsdóttir og Svala Hjörleifsdóttir skrifar
Kvennahreyfingin hefur tekið afdráttarlausa afstöðu með þolendum. Sú afstaða er rótæk í okkar gerendameðvirka samélagi. Stjórnmálinn eru ekki undirskilin því. Jafnvel mætti segja að það hafi ríkt þverpólitísk samstaða um gerenda meðvirkni. Það nægir að lesa #metoo sögur kvenna í stjórnmálum til þess að átta sig á því.

Að rjúfa þögnina er aðeins byrjunin, það krefst pólitísks vilja, hugrekkis og þrautseigju að umbylta rótgróinni samfélagsgerð sem býður upp á ofbeldi og misrétti. Við þurfum að breyta því kerfi sem feðraveldið hefur byggt upp og skapa hér alvöru samfélag sem byggir á jafnrétti í víðum skilningi.

Að standa gegn ofbeldis- og nauðgunarmenningu er að standa gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis. Sú afstaða stuðar mest þá einstaklinga sem vilja viðhalda valdi sínu og frelsi til að beita aðra ofbeldi í skjóli þagnar. Það kemur því ekki á óvart að þegar konur stíga opinberlega fram gegn ofbeldi og gagnrýna þöggun samfélagsins, þá fá þær yfir sig sérstaklega harkalegar árásir opinberlega og jafnvel í fjölmiðlum. Það á einnig við um aðra hópa sem stíga fram gegn misrétti og ofbeldi.

Ofbeldi viðheldur misrétti, hvort sem í því felst kúgun, áreiti eða líkamlegt ofbeldi. Þannig eru einstaklingar brotnir niður. Án ofbeldis væri mun auðveldara að rísa gegn misrétti, því þá væri ekkert að óttast. En sú er ekki staðan. Þeir samfélagshópar sem sem hafa verið beittir misrétti hafa allir þá sögu að segja að það er kúgun þeirra valda meiri eða ofbeldi sem veikir stöðu þeirra í samfélaginu og þaggar niður rödd þeirra.

Konur um allan heim komu saman og sögðu sögur sínar af misrétti, áreitni og ofbeldi. Þær sögur sem birtust opinberlega eru aðeins brot af öllum þeim sögum sem konur deildu inni í lokuðum hópum kvenna.

Það er ömurleg staðreynd en konurnar voru að segja frá ofbeldi, kúgun og áreitni af hálfu samstarfsmanna, vina, eiginmanna og svo framvegis . Innan þessara hópa var sameiginlegur reynsluheimur kvenna virtur og ekki dregin í efa. Við vissum allar og skildum sögur hverrar annarar.

Við í Kvennahreyfingunni höfum verið spurðar, afhverju núna? Jafnvel í miðri #metoo byltingu virðist svarið ekki augljóst öllum. Við spyrjum - ef það er ekki tími fyrir femíníska samstöðu núna, hvenær þá?

Höfundar skipa 2. og 6. sæti á lista Kvennahreyfingarinnar.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×