Norður-Kórea segir Japani þvælast fyrir friðarferlinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. maí 2018 06:51 Megumi Yokota var rænt af norður-kóreskum leyniþjónustumönnum árið 1977. Afdrif hennar eru ennþá ókunn. Guardian Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. Í frétt ríkissjónvarps Norður-Kóreu, KCNA, í gærkvöld voru japönsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirrar afstöðu sinnar að taka ekki upp stjórnmálasamband við Pjongjang fyrr en búið væri að komast til botns í hið minnsta 12 mannránum sem framin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Japönsku afturhaldsseggirnir blóðmjólka nú „mannránsmálið“ sem hefur nú þegar við útkljáð,“ er haft eftir KCNA á vef Guardian. „Þetta er bara illkvittin og heimskuleg aðferð til að stöðva friðaraferlið á Kóreuskaganum, þrátt fyrir að því hafi verið hampað af gjörvöllu alþjóðasamfélaginu,“ sagði KCNA áður en það bætti við að japönsk stjórnvöld væru þau einu sem syntu gegn straumi alþjóðastjórnmálanna. Stjórnvöld í Pjongjang slepptu fimm japönskum ríkisborgurum, sem rænt var til að þeir gætu frætt norður-kóresku leyniþjónustuna um Japan, árið 2002. Þau halda því jafnframt fram að átta japanskir fangar hafi dáið í norður-kóreskum fangelsum og segjast ekkert kannast við hina fjóra sem Japanar segja að finnist enn í landinu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að þó svo að Bandaríkin og Suður-Kórea komist að samkomulagi við Norður-Kóreu muni stjórnvöld í Tókíó ekki endurvekja stjórnmálasamband sitt við Pjongjang fyrr en mannránsmálin hafa verið leidd til lykta. Að sama skapi munu engum japönskum fjármunum verða varið til uppbyggingar í Norður-Kóreu fyrr en ásættanleg svör berast frá Kim Jong-un og embættismönnum hans. Norður-Kórea Tengdar fréttir Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Norður-Kóresk stjórnvöld segja að rán sín á japönskum ríkisborgurum á Kaldastríðsárunum séu „útkljáð“ og saka Japani um að þvælast fyrir friðarferlinu sem nú stendur yfir á Kóreuskaganum. Í frétt ríkissjónvarps Norður-Kóreu, KCNA, í gærkvöld voru japönsk stjórnvöld harðlega gagnrýnd vegna þeirrar afstöðu sinnar að taka ekki upp stjórnmálasamband við Pjongjang fyrr en búið væri að komast til botns í hið minnsta 12 mannránum sem framin voru á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Japönsku afturhaldsseggirnir blóðmjólka nú „mannránsmálið“ sem hefur nú þegar við útkljáð,“ er haft eftir KCNA á vef Guardian. „Þetta er bara illkvittin og heimskuleg aðferð til að stöðva friðaraferlið á Kóreuskaganum, þrátt fyrir að því hafi verið hampað af gjörvöllu alþjóðasamfélaginu,“ sagði KCNA áður en það bætti við að japönsk stjórnvöld væru þau einu sem syntu gegn straumi alþjóðastjórnmálanna. Stjórnvöld í Pjongjang slepptu fimm japönskum ríkisborgurum, sem rænt var til að þeir gætu frætt norður-kóresku leyniþjónustuna um Japan, árið 2002. Þau halda því jafnframt fram að átta japanskir fangar hafi dáið í norður-kóreskum fangelsum og segjast ekkert kannast við hina fjóra sem Japanar segja að finnist enn í landinu. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, segir að þó svo að Bandaríkin og Suður-Kórea komist að samkomulagi við Norður-Kóreu muni stjórnvöld í Tókíó ekki endurvekja stjórnmálasamband sitt við Pjongjang fyrr en mannránsmálin hafa verið leidd til lykta. Að sama skapi munu engum japönskum fjármunum verða varið til uppbyggingar í Norður-Kóreu fyrr en ásættanleg svör berast frá Kim Jong-un og embættismönnum hans.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36 Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Meirihlutinn trúir leiðtoga Norður-Kóreu Meirihluti íbúa Suður-Kóreu trúir því að Kim Jong Un standi við orð sín. 30. apríl 2018 21:36
Sleppa Bandaríkjamönnum úr haldi í Norður-Kóreu Norður Kórea hefur leyst þrjá bandaríska ríkisborgara úr haldi eftir fund Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Kim Jong Un leiðtoga einræðisríkisins í nótt. 9. maí 2018 14:25