Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. maí 2018 11:33 Palestínmenn halda á samlanda sínum sem særðist í mótmælunum í dag við skot Ísraelshers. vísir/ap Ísraelsher hefur skotið til bana að minnsta kosti 41 Palestínumann og sært 1800 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.Guardian fjallar um málið og hefur tölur sínar eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Í fréttinni segir að tugir þúsunda mótmælenda hafi tekið sér stöðu á Gaza þrátt fyrir varnaðarorð Ísraelshers um að Palestínumenn væru að hætta lífi sínu með mótmælum þar í dag. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um þá ákvörðun sína í desember síðastliðnum að opna bandarískt sendiráð í Jerúsalem hafa Palestínumenn mótmælt ítrekað á Gaza. Hefur verið mótmælt nánast daglega frá því þann 30. mars en Palestínumenn mótmæla ekki aðeins opnun sendiráðsins heldur ofbeldi og landtöku Ísarelsmanna. Talið er að Ísraelsher hafi myrt tugi mótmælenda auk þess sem um 1700 hafa særst það sem af er ári í mótmælum á Gaza.Palestínumenn brenna hér dekk í mótmælaaðgerðum sínum í dag.vísir/apDreifðu bæklingum með varnaðarorðum til mótmælenda „Til mótmælenda, þið eruð að taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum sem stefna lífi ykkar í hættu. Bjargið sjálfum ykkur og setjið í forgang að byggja upp framtíð ykkar,“ sagði í bæklingum sem Ísraelsher dreifði úr flugvélum á Gaza-svæðið. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn svæðisins, hafa sagt að þau muni ekki stoppa mótmælendur sem muni reyna að komast í gegnum öryggisgirðingu sem myndar landamæri Gaza og Ísraels. Samtökin, sem þrisvar sinnum hafa átt í stríði við Ísrael, segjast styðja friðsamlega hugmyndafræði leiðtoga mótmælandanna en Ísraelar segja mótmælendurna hryðjuverkamenn runna undan rifjum Hamas.Sjúkraflutningamenn flytja hér ungan mann sem slasaðist í mótmælunum í dag.vísir/apTvöfalda herlið sitt Herinn gaf það út að í dag myndi hann tvöfalda herlið sitt sem umkringir Gaza og á hinum hernumda Vesturbakka. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísraels, sagði í útvarpsviðtali að hver sá sem myndi nálgast öryggisgirðinguna yrði álitinn hryðjuverkamaður. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins lýsti mótmælendum sem grimmilegum mótmælendum, en að því er fram kemur í frétt Guardian hefur enginn Ísraelsmaður fallið síðan mótmælin hófust þann 30. mars síðastliðinn.Bandaríska sendiráðið í Jerúsalem opnar í dag en ákvörðun Trump um að hafa sendiráð í borginni er afar umdeild.vísir/apBáðar þjóðir gera tilkall til borgarinnar Um 800 manns munu vera viðstaddir opnun sendiráðsins sem verður klukkan 16 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Á meðal þeirra sem verða við opnunina er dóttir Trump forseta, Ivanka Trump. Ákvörðun Trump um að opna sendiráð í Jerúsalem er afar umdeild. Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því ver að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Þá segja Ísraelar að Jerúsalem sé þeirra höfuðborg.Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með nýjum tölum um hversu margir hafa látist í mótmælunum. Þá var orðalagi fréttarinnar sem og fyrirsögn einnig breytt þar sem fyrra orðalag var ekki nákvæmt. Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ísraelsher hefur skotið til bana að minnsta kosti 41 Palestínumann og sært 1800 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem.Guardian fjallar um málið og hefur tölur sínar eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gaza-svæðinu. Í fréttinni segir að tugir þúsunda mótmælenda hafi tekið sér stöðu á Gaza þrátt fyrir varnaðarorð Ísraelshers um að Palestínumenn væru að hætta lífi sínu með mótmælum þar í dag. Eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti um þá ákvörðun sína í desember síðastliðnum að opna bandarískt sendiráð í Jerúsalem hafa Palestínumenn mótmælt ítrekað á Gaza. Hefur verið mótmælt nánast daglega frá því þann 30. mars en Palestínumenn mótmæla ekki aðeins opnun sendiráðsins heldur ofbeldi og landtöku Ísarelsmanna. Talið er að Ísraelsher hafi myrt tugi mótmælenda auk þess sem um 1700 hafa særst það sem af er ári í mótmælum á Gaza.Palestínumenn brenna hér dekk í mótmælaaðgerðum sínum í dag.vísir/apDreifðu bæklingum með varnaðarorðum til mótmælenda „Til mótmælenda, þið eruð að taka þátt í ofbeldisfullum mótmælum sem stefna lífi ykkar í hættu. Bjargið sjálfum ykkur og setjið í forgang að byggja upp framtíð ykkar,“ sagði í bæklingum sem Ísraelsher dreifði úr flugvélum á Gaza-svæðið. Hamas-samtökin, sem fara með stjórn svæðisins, hafa sagt að þau muni ekki stoppa mótmælendur sem muni reyna að komast í gegnum öryggisgirðingu sem myndar landamæri Gaza og Ísraels. Samtökin, sem þrisvar sinnum hafa átt í stríði við Ísrael, segjast styðja friðsamlega hugmyndafræði leiðtoga mótmælandanna en Ísraelar segja mótmælendurna hryðjuverkamenn runna undan rifjum Hamas.Sjúkraflutningamenn flytja hér ungan mann sem slasaðist í mótmælunum í dag.vísir/apTvöfalda herlið sitt Herinn gaf það út að í dag myndi hann tvöfalda herlið sitt sem umkringir Gaza og á hinum hernumda Vesturbakka. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísraels, sagði í útvarpsviðtali að hver sá sem myndi nálgast öryggisgirðinguna yrði álitinn hryðjuverkamaður. Talsmaður ísraelska utanríkisráðuneytisins lýsti mótmælendum sem grimmilegum mótmælendum, en að því er fram kemur í frétt Guardian hefur enginn Ísraelsmaður fallið síðan mótmælin hófust þann 30. mars síðastliðinn.Bandaríska sendiráðið í Jerúsalem opnar í dag en ákvörðun Trump um að hafa sendiráð í borginni er afar umdeild.vísir/apBáðar þjóðir gera tilkall til borgarinnar Um 800 manns munu vera viðstaddir opnun sendiráðsins sem verður klukkan 16 að staðartíma eða klukkan 13 að íslenskum tíma. Á meðal þeirra sem verða við opnunina er dóttir Trump forseta, Ivanka Trump. Ákvörðun Trump um að opna sendiráð í Jerúsalem er afar umdeild. Þegar Palestínumenn og Ísraelar sömdu um frið árið 1993 var tekið fram að framtíðarstaða Jerúsalem yrði viðfangsefni viðræðna í framtíðinni. Slíkar viðræður hafa ekki farið fram og þykir Trump því ver að slá vopnin úr höndum Palestínumanna sem líta á Austur-Jerúsalem sem höfuðborg sína. Þá segja Ísraelar að Jerúsalem sé þeirra höfuðborg.Fréttin var uppfærð klukkan 13:40 með nýjum tölum um hversu margir hafa látist í mótmælunum. Þá var orðalagi fréttarinnar sem og fyrirsögn einnig breytt þar sem fyrra orðalag var ekki nákvæmt.
Tengdar fréttir Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17 Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18 Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ísraelsher skaut þrjá Palestínumenn til bana Þrír Palestínumenn voru skotnir til bana af ísraelska hernum við landamæri Ísraels og Palestínu í dag. Yfir 300 manns hafa í dag leitað sér læknishjálpar vegna harkalegrar meðferðar Ísraelshers á mótmælendum. 27. apríl 2018 19:17
Þjóðarsorg í Palestínu Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. 31. mars 2018 13:18
Sautján fallnir og 1.400 særðir eftir átök við Gaza-ströndina Yfirvöld í Egyptalandi og Jórdaníu fordæma framgöngu Ísraela vegna yfirstandandi mótmæla Palestínumanna. 2. apríl 2018 12:55