Ekvador dregur úr öryggisgæslu vegna Assange Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 10:33 Forseti Ekvadors hefur líkt Assange við steinvölum í skónum sínum. Ástralinn hefur dvalið í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Vísir/AFP Forseti Ekvadors hefur gefið skipun um að viðbótaröryggisgæslu vegna veru Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði landsins í London verði hætt. Greint var frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvador hefði eytt milljónum dollara í öryggisgæslu fyrir Assange. Assange hefur hafst við í ekvadorska sendiráðinu í London í hátt í sex ár. Þangað leitaði hann upphaflega til að koma sér undan ákærum vegna kynferðisbrota í Svíþjóð. Eftir að sænskir saksóknarar létu málið niður falla hélt Assange áfram að dvelja í sendiráðinu til að forðast handtöku í Bretlandi. The Guardian greindi frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvadors hefði varið að minnsta kosti fimm milljónum dollara í ýmis konar öryggisgæslu fyrir Assange á laun frá árinu 2012. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki var ráðið og útsendarar þess gættu sendiráðsins allan sólahringinn og fylgdust með gestum. Á sama tíma hafði Assange hins vegar hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og gat fylgst með persónulegum og faglegum samskiptum starfsmanna sendiráðsins. Lenin Moreno, forseti Ekvadors, hefur nú ákveðið að öryggisgæslan við sendiráðið í London verði héðan í frá með hefðbundnu sniði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki verið eins handgenginn Assange og forverar hans í embætti. Þannig hefur Moreno lýst Ástralanum sem „steinvölu í skónum“. Sendiráðið lokaði fyrir aðgang Assange að netinu í mars vegna afskipta hans af stjórmálum og málefnum annarra ríkja á Twitter. Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Forseti Ekvadors hefur gefið skipun um að viðbótaröryggisgæslu vegna veru Julians Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði landsins í London verði hætt. Greint var frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvador hefði eytt milljónum dollara í öryggisgæslu fyrir Assange. Assange hefur hafst við í ekvadorska sendiráðinu í London í hátt í sex ár. Þangað leitaði hann upphaflega til að koma sér undan ákærum vegna kynferðisbrota í Svíþjóð. Eftir að sænskir saksóknarar létu málið niður falla hélt Assange áfram að dvelja í sendiráðinu til að forðast handtöku í Bretlandi. The Guardian greindi frá því í vikunni að ríkisstjórn Ekvadors hefði varið að minnsta kosti fimm milljónum dollara í ýmis konar öryggisgæslu fyrir Assange á laun frá árinu 2012. Alþjóðlegt öryggisfyrirtæki var ráðið og útsendarar þess gættu sendiráðsins allan sólahringinn og fylgdust með gestum. Á sama tíma hafði Assange hins vegar hakkað sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins og gat fylgst með persónulegum og faglegum samskiptum starfsmanna sendiráðsins. Lenin Moreno, forseti Ekvadors, hefur nú ákveðið að öryggisgæslan við sendiráðið í London verði héðan í frá með hefðbundnu sniði, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur ekki verið eins handgenginn Assange og forverar hans í embætti. Þannig hefur Moreno lýst Ástralanum sem „steinvölu í skónum“. Sendiráðið lokaði fyrir aðgang Assange að netinu í mars vegna afskipta hans af stjórmálum og málefnum annarra ríkja á Twitter.
Ekvador Suður-Ameríka Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Assange ekki lengur með internetið Forráðamenn ekvadorska sendiráðsins í London hafa aftengt nettengingu Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem dvalið hefur í sendiráðinu undanfarin ár. 28. mars 2018 18:12