Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - KR 1-1 │Þriðja jafntefli KR í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Extra vellinum skrifar 21. maí 2018 22:00 Almarr Ormarsson var frábær í liði Fjölnis í dag. Vísir/Bára Fjölnir og KR skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld þegar liðin mættust í fimmtu umferð Pepsi deildar karla. Frá því að leikurinn var flautaður á var hann eign KR. Gestirnir unnu svo gott sem alla bolta inni á miðsvæðinu og þá örfáu sem Fjölnismenn unnu voru þeir ekki lengi að hirða af heimamönnum. KR náði að skapa sér nokkur ágæt færi en það lang besta kom á 25. mínútu þegar Kennie Chopart var kominn framhjá Þórði Ingasyni í markinu og var einn fyrir tómu marki en náði ekki að koma fótunum fyrir sig og Fjölinsmenn náðu að hirða af honum boltann. Hreint ótrúlegt að KR væri ekki komið yfir. Aðeins tíu mínútum seinna áttu Fjölnismenn nokkrar hornspyrnur í röð og upp úr einni þeirra kom fyrsta mark leiksins. Það gerði Arnór Breki Ásþórsson með föstu skoti niðri með jörðu. Eftir markið umturnaðist leikurinn og var einstefna í átt að marki KR næstu mínúturnar. Það jafnaðist aðeins úr leiknum undir lok hálfleiksins, staðan 1-0 fyrir Fjölni í leikhléi. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð rólega en dró til tíðinda á 51. Mínútu þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnu á Mario Tadejevic fyrir brot a Björgvin Stefánssyni. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn og skoraði, staðan 1-1. Liðin voru nokkuð jöfn í seinni hálfleik en þó voru Fjölnismenn með aðeins betri tök á leiknum. Bæði liðin áttu sín færi en mörkin urðu ekki fleiri, niðurstaðan 1-1 jafntefli.Afhverju varð jafntefli? Dauðafæri Kennie Chopart í fyrri hálfleik er úrslitaatvikið í þessum leik. Hefði Chopart skorað þá hefði leikurinn orðinn allt annar og er eitt af færunum sem KR-ingar naga sig í handarbökin vegna eftir leik. Það var lítið um algjör dauðafæri í seinni hálfleik, bæði lið sköpuðu sér aðeins af færum en ekkert sem stendur eins mikið upp úr og þetta færi Chopart.Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson átti mjög fínan leik inni á miðjunni í liði Fjölnis og hélt áfram fráteknum hætti frá síðasta leik. Hann var í ofan á lag maðurinn sem bjargaði á marklínu frá Chopart og fær titilinn maður leiksins. Þá var Birnir Snær Ingason mjög duglegur og ógnandi í framlínunni eins og svo oft áður. Í liði KR var fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson mjög flottur og sýndi styrk sinn. Pálmi Rafn Pálmason var einn ferskasti leikmaður framlínu KR í fyrri hálfleik áður en hann var tekinn út af eftir klukkutíma leik.Hvað gekk illa? Bæði lið spiluðu ágætlega. Það var helst að það vantaði herslumuninn hjá báðum liðum að opna upp varnir andstæðingsins. Þá hleyptu KR-ingar leiknum aðeins of mikið upp í hendurnar á Fjölni undir lokin.Hvað gerist næst? KR tekur á móti KA næsta sunnudag á sama tíma og Fjölnir fer í Víkina og sækir Víking heim.Rúnar KristinssonVísir/BáraRúnar: Náum ekki að halda markinu hreinu „Nei, ég er ekkert sáttur,“ sagði Rúnar Kristinsson aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið. „Við áttum að vera búnir að gera út um þennan leik í fyrri hálfleik. Fullt af færum og spiluðum betri fótbolta. Þeir fá hornspyrnu þegar við erum með mann fyrir utan völlinn og þeir skora.“ „Við náum bara ekki að halda markinu okkar hreinu og fannst við eiga að gera betur í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðum við að jafna mjög snemma og það var jafnræði með liðunum þar til síðustu tíu mínúturnar þá finnst mér Fjölnir taka yfir leikinn en þeir sköpuðu svo sem ekkert.“ „Jafntefli og eitt stig er ekkert sérstakt en á útivelli þá tökum við því.“ KR átti leikinn alveg fyrstu þrjátíu mínúturnar og var Rúnar að vonum ekki sáttur með að hafa ekki gengið frá leiknum. „Það er það sem gerir það að verkum að við vinnum ekki þennan leik. Að við nýtum ekki færin okkar fyrsta hálftíman þegar við stjórnum þessu meira eða minna alveg. Þegar Fjölnir skoraði þá taka þeir aðeins yfirhöndina.“ „Erfiðar aðstæður þegar leið á leikinn og það kannski stýrir því að þeir tóku yfir leikinn undir restina,“ sagði Rúnar Kristinsson.Ólafur Páll Snorrasonvísir/báraÓli Palli: Heppnir að hafa ekki fengið á okkur mark í fyrri hálfleik „Nei, eiginlega ekki,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið. „Samt skil ég ekki hvernig við vorum ekki fjögur eða fimm eitt undir eftir fyrri hálfleik.“ „Við vorum ekki mættir til leiks, tel okkur hafa verið mjög heppna að hafa ekki fengið á okkur mark í fyrri hálfleik. Við komum aðeins beittari inn í seinni hálfleikinn og vorum sterkari aðilinn síðasta hálftíman af honum.“ Fannst Ólafi vítaspyrnudómurinn vera réttur? „Ég er ekkert búinn að sjá þetta nógu vel. Hann dæmdi vítaspyrnu og ég get eiginlega ekkert sagt um það.“ Hvað er það helsta sem hann tekur úr leiknum? „Að fá KR í heimsókn er alltaf erfitt. Mér fannst við stýra leiknum bróðurpart úr seinni hálfleik og sýna vilja til að klára leikinn. Fannst þeir ætla sér að verja stigið í seinni hálfleiknum svo ég tek það út úr því að það er sjálfstraust í liðinu að vilja vinna KR.“Óskar Örn Haukssonvísir/báraÓskar: Týpískur vorleikur í seinni hálfleik „Ég veit það ekki,“ sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, eftir þó nokkurn umhugsunarfrest inntur eftir viðbrögðum eftir leikinn. „Lélegt. Ég hefði viljað vinna þennan leik.“ „Við áttum þennan leik alveg í fyrri hálfleik og áttum að vera löngu búnir að skora mark eða tvö áður en þeir skora. En, eitt stig og áfram gakk.“ Það var ekki að sjá á Óskari að hann væri mjög sáttur með sitt lið en hann var ekki alveg sammála því. „Jú, fyrstu 35 mínúturnar af leiknum áttum við þennan leik. Fáum mark á okkur og dettum aðeins niður en týpískur vorleikur hérna í seinni hálfleik, með vindinn á okkur og völlinn eins og hann er, bara drasl.“ Óskar átti sendinguna inn á Kennie Chopart þegar hann fór með dauðafærið í fyrri hálfleik. Hvað fannst honum um það færi? „Ég hélt hann væri að fara að labba með boltann inn en á einhvern ótrúlegan hátt skoraði hann ekki,“ sagði Óskar Örn Hauksson.Fjölnismenn fagna markivísir/báraAlmarr: Getum spilað fótbolta á móti hverjum sem er „Skelfilegur fyrri hálfleikur, seinni hálfleikur miklu betri. Samt skorum við í fyrri hálfleik og fáum mark á okkur í seinni. Ætli 1-1 sé ekki nokkurn vegin sanngjarnt,“ sagði Almarr Ormarsson eftir leikinn. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Þeir vinna nánast hvern einasta skallabolta fyrsta hálftímann. Eftir að við skorum fáum við smá sjálfstraust og höldum boltanum aðeins. Í seinni hálfleik erum við að mér finnst betra liðið en gerum aulaleg mistök og þeir skora upp úr því.“ „Erum ekki nógu grimmir fram á við og við náum ekki að refsa þeim og klára leikinn.“ „Við þurfum að fara að átta okkur á því að við getum spilað fótbolta á móti hverjum sem er og þurfum ekkert að vera hræddir þó þetta lið heiti KR.“ Þetta var þriðji heimaleikur Fjölnis í vor en sá fyrsti sem fram fer á Extra vellinum. „Ég var ánægður með þá ákvörðun að spila inni í Egilshöll fyrstu leikina, því völlurinn var ekki orðinn nógu góður. En auðvitað vill maður vera á alvöru heimavellinum sínum og ég er meira fyrir alvöru gras heldur en gervigras en hitt er sennilega framtíðin,“ sagði Almarr Ormarsson. Pepsi Max-deild karla
Fjölnir og KR skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi í kvöld þegar liðin mættust í fimmtu umferð Pepsi deildar karla. Frá því að leikurinn var flautaður á var hann eign KR. Gestirnir unnu svo gott sem alla bolta inni á miðsvæðinu og þá örfáu sem Fjölnismenn unnu voru þeir ekki lengi að hirða af heimamönnum. KR náði að skapa sér nokkur ágæt færi en það lang besta kom á 25. mínútu þegar Kennie Chopart var kominn framhjá Þórði Ingasyni í markinu og var einn fyrir tómu marki en náði ekki að koma fótunum fyrir sig og Fjölinsmenn náðu að hirða af honum boltann. Hreint ótrúlegt að KR væri ekki komið yfir. Aðeins tíu mínútum seinna áttu Fjölnismenn nokkrar hornspyrnur í röð og upp úr einni þeirra kom fyrsta mark leiksins. Það gerði Arnór Breki Ásþórsson með föstu skoti niðri með jörðu. Eftir markið umturnaðist leikurinn og var einstefna í átt að marki KR næstu mínúturnar. Það jafnaðist aðeins úr leiknum undir lok hálfleiksins, staðan 1-0 fyrir Fjölni í leikhléi. Seinni hálfleikur byrjaði nokkuð rólega en dró til tíðinda á 51. Mínútu þegar Þóroddur Hjaltalín dæmdi vítaspyrnu á Mario Tadejevic fyrir brot a Björgvin Stefánssyni. Pálmi Rafn Pálmason fór á punktinn og skoraði, staðan 1-1. Liðin voru nokkuð jöfn í seinni hálfleik en þó voru Fjölnismenn með aðeins betri tök á leiknum. Bæði liðin áttu sín færi en mörkin urðu ekki fleiri, niðurstaðan 1-1 jafntefli.Afhverju varð jafntefli? Dauðafæri Kennie Chopart í fyrri hálfleik er úrslitaatvikið í þessum leik. Hefði Chopart skorað þá hefði leikurinn orðinn allt annar og er eitt af færunum sem KR-ingar naga sig í handarbökin vegna eftir leik. Það var lítið um algjör dauðafæri í seinni hálfleik, bæði lið sköpuðu sér aðeins af færum en ekkert sem stendur eins mikið upp úr og þetta færi Chopart.Hverjir stóðu upp úr? Almarr Ormarsson átti mjög fínan leik inni á miðjunni í liði Fjölnis og hélt áfram fráteknum hætti frá síðasta leik. Hann var í ofan á lag maðurinn sem bjargaði á marklínu frá Chopart og fær titilinn maður leiksins. Þá var Birnir Snær Ingason mjög duglegur og ógnandi í framlínunni eins og svo oft áður. Í liði KR var fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson mjög flottur og sýndi styrk sinn. Pálmi Rafn Pálmason var einn ferskasti leikmaður framlínu KR í fyrri hálfleik áður en hann var tekinn út af eftir klukkutíma leik.Hvað gekk illa? Bæði lið spiluðu ágætlega. Það var helst að það vantaði herslumuninn hjá báðum liðum að opna upp varnir andstæðingsins. Þá hleyptu KR-ingar leiknum aðeins of mikið upp í hendurnar á Fjölni undir lokin.Hvað gerist næst? KR tekur á móti KA næsta sunnudag á sama tíma og Fjölnir fer í Víkina og sækir Víking heim.Rúnar KristinssonVísir/BáraRúnar: Náum ekki að halda markinu hreinu „Nei, ég er ekkert sáttur,“ sagði Rúnar Kristinsson aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið. „Við áttum að vera búnir að gera út um þennan leik í fyrri hálfleik. Fullt af færum og spiluðum betri fótbolta. Þeir fá hornspyrnu þegar við erum með mann fyrir utan völlinn og þeir skora.“ „Við náum bara ekki að halda markinu okkar hreinu og fannst við eiga að gera betur í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðum við að jafna mjög snemma og það var jafnræði með liðunum þar til síðustu tíu mínúturnar þá finnst mér Fjölnir taka yfir leikinn en þeir sköpuðu svo sem ekkert.“ „Jafntefli og eitt stig er ekkert sérstakt en á útivelli þá tökum við því.“ KR átti leikinn alveg fyrstu þrjátíu mínúturnar og var Rúnar að vonum ekki sáttur með að hafa ekki gengið frá leiknum. „Það er það sem gerir það að verkum að við vinnum ekki þennan leik. Að við nýtum ekki færin okkar fyrsta hálftíman þegar við stjórnum þessu meira eða minna alveg. Þegar Fjölnir skoraði þá taka þeir aðeins yfirhöndina.“ „Erfiðar aðstæður þegar leið á leikinn og það kannski stýrir því að þeir tóku yfir leikinn undir restina,“ sagði Rúnar Kristinsson.Ólafur Páll Snorrasonvísir/báraÓli Palli: Heppnir að hafa ekki fengið á okkur mark í fyrri hálfleik „Nei, eiginlega ekki,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið. „Samt skil ég ekki hvernig við vorum ekki fjögur eða fimm eitt undir eftir fyrri hálfleik.“ „Við vorum ekki mættir til leiks, tel okkur hafa verið mjög heppna að hafa ekki fengið á okkur mark í fyrri hálfleik. Við komum aðeins beittari inn í seinni hálfleikinn og vorum sterkari aðilinn síðasta hálftíman af honum.“ Fannst Ólafi vítaspyrnudómurinn vera réttur? „Ég er ekkert búinn að sjá þetta nógu vel. Hann dæmdi vítaspyrnu og ég get eiginlega ekkert sagt um það.“ Hvað er það helsta sem hann tekur úr leiknum? „Að fá KR í heimsókn er alltaf erfitt. Mér fannst við stýra leiknum bróðurpart úr seinni hálfleik og sýna vilja til að klára leikinn. Fannst þeir ætla sér að verja stigið í seinni hálfleiknum svo ég tek það út úr því að það er sjálfstraust í liðinu að vilja vinna KR.“Óskar Örn Haukssonvísir/báraÓskar: Týpískur vorleikur í seinni hálfleik „Ég veit það ekki,“ sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, eftir þó nokkurn umhugsunarfrest inntur eftir viðbrögðum eftir leikinn. „Lélegt. Ég hefði viljað vinna þennan leik.“ „Við áttum þennan leik alveg í fyrri hálfleik og áttum að vera löngu búnir að skora mark eða tvö áður en þeir skora. En, eitt stig og áfram gakk.“ Það var ekki að sjá á Óskari að hann væri mjög sáttur með sitt lið en hann var ekki alveg sammála því. „Jú, fyrstu 35 mínúturnar af leiknum áttum við þennan leik. Fáum mark á okkur og dettum aðeins niður en týpískur vorleikur hérna í seinni hálfleik, með vindinn á okkur og völlinn eins og hann er, bara drasl.“ Óskar átti sendinguna inn á Kennie Chopart þegar hann fór með dauðafærið í fyrri hálfleik. Hvað fannst honum um það færi? „Ég hélt hann væri að fara að labba með boltann inn en á einhvern ótrúlegan hátt skoraði hann ekki,“ sagði Óskar Örn Hauksson.Fjölnismenn fagna markivísir/báraAlmarr: Getum spilað fótbolta á móti hverjum sem er „Skelfilegur fyrri hálfleikur, seinni hálfleikur miklu betri. Samt skorum við í fyrri hálfleik og fáum mark á okkur í seinni. Ætli 1-1 sé ekki nokkurn vegin sanngjarnt,“ sagði Almarr Ormarsson eftir leikinn. „Við mættum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Þeir vinna nánast hvern einasta skallabolta fyrsta hálftímann. Eftir að við skorum fáum við smá sjálfstraust og höldum boltanum aðeins. Í seinni hálfleik erum við að mér finnst betra liðið en gerum aulaleg mistök og þeir skora upp úr því.“ „Erum ekki nógu grimmir fram á við og við náum ekki að refsa þeim og klára leikinn.“ „Við þurfum að fara að átta okkur á því að við getum spilað fótbolta á móti hverjum sem er og þurfum ekkert að vera hræddir þó þetta lið heiti KR.“ Þetta var þriðji heimaleikur Fjölnis í vor en sá fyrsti sem fram fer á Extra vellinum. „Ég var ánægður með þá ákvörðun að spila inni í Egilshöll fyrstu leikina, því völlurinn var ekki orðinn nógu góður. En auðvitað vill maður vera á alvöru heimavellinum sínum og ég er meira fyrir alvöru gras heldur en gervigras en hitt er sennilega framtíðin,“ sagði Almarr Ormarsson.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti