Bandaríkjaher áfram í Suður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:25 Þúsundir bandarískra hermanna hafa staðið vaktina í Suður-Kóreu frá árinu 1953. Vísir/AFp Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa tekið af allan vafa um áframhaldandi veru Bandaríkjahers í landinu, sama hvernig samningaviðræður milli ríkjanna á Kóreuskaga kunna að þróast. Um það bil 29 þúsund bandarískir hermenn eru alla jafna í Suður-Kóreu. Vera þeirra í landinu er hluti af varnarsamkomulagi sem undirritað var eftir Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. Talsmaður suður-kóreskra stjórnvalda sagði hins vegar í morgun að vera Bandaríkjahers í landinu tengdist friðarsamkomulaginu sem nú er rætt einfaldlega ekki neitt.Sjá einnig: Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás„Bandarískir hermenn í Suður-Kóreu eru mál sem lýtur að bandalagi Suður-Kóreu og Bandaríkjanna,“ er haft eftir talsmanninum Kim Eui-kyeom á vef breska ríkisútvarpsins. Yfirlýsingin kemur í kjölfar blaðagreinar, sem ráðgjafi Moon ritaði, þar sem segir að gæti verið erfitt að réttlæta áframahaldandi veru Bandaríkahers í landinu ef friðarsamningur við Norður-Kóreu verður undirritaður. Á fundi sínum á föstudag samþykktu leiðtogarnir að vinna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga og að stefna á undirritun formlegs friðarsáttmála sem myndi enda á Kóreustríðið. Stríðið hófst árið 1950 en þremur árum síðar var því skotið á frest með vopnahléi. Norður-Kórea og Suður-Kóreu eru því enn, tæknilega séð, í stríði. Þrátt fyrir að stjórnvöld í Pjongjang hafi verið andsnúin veru Bandaríkjamanna í Suður-Kóreu, ekki síst vegna sameiginlegra heræfinga ríkjanna, er ekkert minnst á Bandaríkjaher í samkomulaginu sem undirritað var eftir leiðtogafund helgarinnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00 Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58 Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Vill Sameinuðu þjóðirnar að borðinu Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, fór í gær fram á að Sameinuðu þjóðirnar tækju þátt í því að tryggja að Norður-Kórea stæði við loforð um að afkjarnorkuvæðast, líkt og Moon og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, lofuðu í yfirlýsingu sem þeir undirrituðu í Panmunjom á dögunum. 2. maí 2018 06:00
Kjarnorkuvopn gegn loforði um enga innrás Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sagði Moon Jea-in, forseta Suður-Kóreu, að hann væri tilbúinn til að láta kjarnorkuvopn sín frá sér, gegn friðarsamkomulagi og því að Bandaríkin lofuðu að ráðast aldrei á Norður-Kóreu. 29. apríl 2018 19:58
Yfirlýsingin verði ekki pólitískt deilumál Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, kallaði í gær eftir því að suðurkóreska þingið fullgilti yfirlýsinguna sem hann undirritaði með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir fund þeirra í landamærabænum Panmunjom á föstudaginn. 1. maí 2018 07:00