Víkkum út læsisumræðuna Stefán Jökulsson skrifar 3. maí 2018 07:00 Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt í veröldinni virðist vera „annaðhvort eða“ heldur fremur „bæði og“ ellegar „hvorki né“. Þetta á einnig við um læsi og lesskilning. Ég leyfi mér þó að setja fram nokkrar fullyrðingar sem stangast á við sumt af því sem hefur komið fram í læsisumræðunni að undanförnu. Vonandi er það þess virði að vega þær og meta. Á fyrstu skólaárunum öðlast börn þekkingu á tungumáli sínu, umhverfi og menningu með því að hlusta og tala, ekki aðeins með því að lesa. Ef börn eru þjálfuð í mæltu máli og samtali á unga aldri aukast líkur á að þau verði góð í lestri þegar fram líða stundir. Samtal er lykill að lesskilningi: lesandi talar við aðra um mögulega merkingu texta eða við sjálfan sig eða aðra í huganum. Orð eru efni í merkingarsköpun í sama skilningi og timbur nýtist í tréverk. Timbur er ekki tréverk og orð eru ekki merkingarverk. Tréverk og merkingarverk eru lík að því leyti að burðarvirki þeirra og hald snýst um tengsl milli eininga. Lesandi þarf í krafti þess sem hann veit og hefur upplifað að tengja saman orð, setningar, málsgreinar, efnisgreinar og kafla, og búa þannig til heildarsamhengi sem gerir honum kleift að túlka eða skilja efnið. Lesskilningur, eins og skilningur yfirleitt, er því háður þekkingu og reynslu og ekki er til nein skilningsaðferð sem nýtist við alls kyns lestur, óháð lesefni. Að auki geta þeir sem skrifa texta aldrei sagt alla söguna og reiða sig á að lesendur fylli í eyður og lesi milli lína. Eyðufyllingin snýst fremur um þekkingu en lesskilningstækni. Öll skilningarvit okkar koma við sögu við lestur af því að reynsla okkar litast alltaf af ýmiss konar skynjun og skynhrifum. Myndmál gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í lestri sökum þess að lesandi skapar myndir í huga sér af því sem hann les, myndir af aðstæðum og fólki. Þjálfun í myndrænni hugsun og sköpun getur því auðveldað þá merkingarsköpun sem felst í lestri. Ungir lesendur öðlast ekki þekkingu með því einu að lesa meira vegna þess að hana má öðlast með ýmsum hætti í þeim kvikmynda- og margmiðlunarheimi sem þeir þekkja og samsama sig við.Miðlar eru verkfæri Miðlanotkun nú á dögum einkennist af margs konar miðlunarkostum og samspili mismunandi táknkerfa, til dæmis í fræðslumyndum eða vefefni. Enn höldum við þó of fast í þá hugmynd, til dæmis í skólastarfi, að best sé að skilja heiminn með því að skrifa eða lesa um hann. En miðlar eru verkfæri og notagildi þeirra fer eftir eðli þekkingarsköpunarinnar (námsins) og þekkingarmiðlunarinnar (fræðslunnar). Rétt eins og David Attenborough valdi sér miðil til að lýsa náttúrunni ættu nemendur og kennarar að geta valið miðla sem þeir telja heppilega til að skapa og miðla þekkingu hverju sinni. Sumir nemendur læra meira af því að búa til efni en að reyna að tileinka sér námsefni sem aðrir hafa búið til. Tækni, mál, menning og miðlun haldast í hendur. Stafræn tækni hefur gjörbreytt aðföngum, úrvinnslu og miðlun efnis og því er nýlæsi eða miðlæsi mikilvægur þáttur í skólastarfi víða um lönd. Slíkt læsi snýst um að nemendur geti búið til og miðlað efni með margvíslegum aðferðum – geti til dæmis nýtt sér myndmál eða margmiðlun til jafns við prentmál – og metið og túlkað ýmiss konar efni og upplýsingar. Enn eru læsispróf sjaldan í samræmi við breytta tíma og miðast mest við prentið og fræði og menningu þeirra sem semja þau.Höfundur er lektor í Háskóla Íslands
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun