Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 07:37 Útblástur frá bifreiðum og mengun frá byggingarsvæðum á ekki síst þátt í menguninni í Nýju Delí. Vísir/AFP Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum. Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtísku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum.
Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Sixtísku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Sjá meira
Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09