Erlent

Cosby og Polanski reknir úr Óskarsakademíunni vegna kynferðisbrota

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Tugir kvenna hafa sakað Cosby um nauðgun
Tugir kvenna hafa sakað Cosby um nauðgun Vísir/EPA

Bandaríska kvikmyndaakademían, Academy of Motion Picture Arts and Sciences, hefur rekið Bill Cosby og Roman Polanski úr akademíunni fyrir kynferðisbrot. Helsta hlutverk akademíunnar er að veita Óskarsverðlaunin á ári hverju.

Í tilkynningu segir að stjórn akademíunnar hafi greitt atkvæði um málið og meirihlutinn ákveðið að Cosby og Polanski hefðu báðir gerst brotlegir við siðferðisreglur með hegðun sinni. Cosby var á dögunum dæmdur fyrir nauðgun og Polanski viðurkenndi kynferðisbrot gegn ungri stúlku árið 1977.

Alls hafa aðeins fjórir menn verið reknir úr kvikmyndaakademíunni frá því að hún var stofnuð fyrir rúmum níutíu árum. Sá fyrsti var leikarinn Carmine Caredi árið 2004 en hann lak afrituðum kvikmyndum sem hann fékk til skoðunar á DVD diskum fyrir kvikmyndahátíðina. Harvey Weinstein var síðan rekinn á dögunum vegna fjölda ásakana um kynferðisbrot og nú bætast við Cosby og Polanski.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×