Tókust á um ágæti tollasamnings við ESB Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 17:21 Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES. Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Í seinni hluta víglínunnar í dag tókust Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á um ágæti tollasamnings við ESB sem tók gildi 1. maí síðastliðinn. Miðflokkurinn óskaði eftir sérstakri umræði um tollasamninginn á Alþingi í vikunni. Birgir segir það nauðsynlegt vegna þess að margar forsendur hafi brostnað frá því að gengið var til samninga árið 2015. Ber þar hæst að nefna fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr ESB, en Bretland er mikilvægur útflutningsmarkaður Íslands. Birgir segir samninginn ekki nógu góðan. „Það hefði verið hægt að ná betri samningi. Ég tel að íslenska saminganefndin bara hafi ekki staðið sig í stykkinu.“ Birgir segir að alls ekki hafi verið nægilegt samráð haft við hagsmunaaðila hérlendis og engin úttekt liggi fyrir um hvaða áhrif samningurinn muni hafa á innlenda framleiðslu. Þá endurspeglist gífurlegt ójafnvægi milli Íslands og ESB í samningnum. Aðildarríki ESB fái að flytja hingað til lands 230 tonn af sérostum á meðan að það sem framleitt sé árlega hér á landi í Búðardal séu 240 tonn. „Það er ekkert að því að setjast yfir þetta með Evrópusambandinu og segja: Heyrðu við þurfum að fara yfir þetta.“ Ágúst segir núverandi kerfi í landbúnaði gallað. „Við búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi,“ svarar Ágúst. „Við erum að greiða eitt það hæsta matvælaverð í heimi og bændur hafa það margir hverjir mjög slæmt fjárhagslega. Líttu á sauðfjárbændur, þeir eru margir í sárustu fátækt.“ Ágúst segir tolla aldrei vera svarið, þeir komi niður á öllum hlutaðeigandi. Hann segir þó „sjálfsagt að styðja við íslenskan landbúnað en við eigum að gera það með öðrum leiðum heldur en tollum, við eigum að vera með beingreiðslur og við eigum að vera með græna styrki. Við eigum að ganga miklu lengra í að afnema tolla, því ef við gerum það þá bætum við hag bæði neytenda og bænda.“ Ágúst segir lykilinn vera að veita landbúnaðinum frelsi og leyfa honum að sérhæfa sig í því sem hann gerir vel. „Árið 2002 felldum við niður tolla á tómötum, gúrku og papriku og hvað gerðist? Sala á innlendu grænmeti jókst í kjölfarið. Framleiðni batnaði og laun í grænmetisframleiðslu hækkuðu meira en á öðrum sviðum landbúnaðarins.“ Birgir segir „allar þjóðir vernda sinn landbúnað með einhverjum hætti,“ og hann geti því ekki keypt þessi rök. Birgir segir tímabært að kanna kosti og galla EES-samningsins. „Þetta er 25 ára gamall samningur og það hefur margt breyst á þessum tíma. Það er ekkert launungarmál að þessi samningur er mikið breyttur, við erum að innleiða mun meira af löggjöf gegn um samninginn en áætlað var í upphafi.“ „Það sem ég sé fyrir mér núna er að við förum í þessa endurskoðun á þessum samningi og í framhaldi af því sé ég ekkert að því að við breytum þessum samning í viðskiptasamning.“ segir Birgir um framtíð Íslands innan EES.
Evrópusambandið Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54 Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga "Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ 5. maí 2018 13:54
Tollar á pitsu, pasta og súkkulaði felldir niður Nýr tollasamningur Íslands og Evrópusambandsins(ESB), sem gerður var haustið 2015, tók gildi í gær. 2. maí 2018 06:00