Líbanir kjósa þing í fyrsta skipti frá 2009 Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 6. maí 2018 17:00 Þessi kjósandi klæðist gulum lit til að sýna stuðning sinn við Hezbollah-samtökin. Vísir/AP Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma. Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Líbanir ganga til kosninga í dag í fyrsta skipti frá árinu 2009. Kosningar hefðu í raun seinast átt að fara fram aftur árið 2013 en þeim hefur verið seinkað vegna stríðsins í Sýrlandi og pólitísks óstöðugleika heima fyrir. Í Líbanon búa um sex milljónir manna á rúmum tíu þúsund ferkílómetrum, sem þýðir að stærð landsins er um 1/10 af stærð Íslands. Á kjörskrá eru um 3,6 milljónir manna. Ekki er búist við stórvægilegum breytingum í þingstyrk þeirra flokka sem farið hafa með tögl og hagldir í landinu. Borgaraleg framboð gætu þó náð betri fótfestu en þau hafa í dag. Kosið erum öll 128 sæti þingsins og skiptast þau jafnt milli múslima og kristinna. Líbanskir kjósendur ganga nú í fyrsta skipti til kosninga frá því að ný kosningalög tóku gildi. Tekur nú við nýtt hlutfallskosningakerfi, en hlutfallskosningakerfi er við lýði á Íslandi, í stað þess kerfis sem ríkti áður þar sem sá listi sem fékk flest atkvæði hirti alla þingmennina. Þúsundir her- og lögreglumanna hafa staðið vaktina við kjörstaði til að tryggja að kosningarnar fari vel fram. Sumir kjósendur þurftu að bíða í röðum eftir að fá að kjósa.Vísir / Getty Valdabarátta milli Íran og Sádi-Arabíu endurspeglast í kosningunum. Sádi-Arabía og Vesturlönd styðja sitjandi forsætisráðherra, Saad Hariri, á meðan að Íranir styðja við Hezbollah-samtökin. Nafn flokksins merkir í lauslegri þýðingu Flokkur Allah og eru liðsmenn hans sjía-múslimatrúar. Stjórnvöld í Íran eru sömuleiðis sjía-múslimatrúar en stjórnvöld Sádi-Arabíu eru hins vegar súnní-múslimatrúar. Löndin tvö, Íran og Sádi-Arabía, hafa eldað grátt silfur saman áratugum saman og eiga í mikilli valdabaráttu sem hefur mikil áhrif á alþjóðapólitík þessa heimshluta. Stjórnvöld í Ísrael líta á Hezbollah samtökin sem óvin en þessir tveir aðilar áttu í stríði um hríð árið 2006 og hefur áður lent saman fyrir það. Hezbollah eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjastjórn. Hezbollah hafa barist við hlið Sýrlandsstjórnar í stríðinu í Sýrlandi frá árinu 2012. Það hefur vakið litla hrifningu hjá mörgum Líbönum, sérstaklega súnní-múslimum og kristnum, sem finnst að með því séu samtökin að draga Líbanon inn í stríðið í nágrannaríkinu Sýrlandi. Líbanir hafa fundið fyrir áhrifum stríðsins í Sýrlandi og hafa til að mynda um milljón flóttamenn komið þaðan yfir landamærin og hafast nú við í Líbanon.Glaðbeittur Hariri ásamt kjósanda utan við kjörstað í dag.Vísir / APSaad Hariri tilkynnti í útsendingu í ríkisfjölmiðli Sádi-Arabíu í nóvember í fyrra að hann hyggðist segja af sér sem forsætisráðherra, en hann hafði þá setið sem slíkur í tæpt ár, frá desember 2016. Rúmum mánuði eftir að hafa tilkynnt um afsögn sína dró Hariri þá tilkynningu til baka. Hariri er fæddur árið 1970 og er sonur fyrrum forsætisráðherra, Rafic Hariri. „Þegar að við sjáum hvað á sér stað í löndunum í kringum okkur á meðan að Líbanon heldur lýðræðislegar kosningar þá sjáum við að hér í Líbanon er gott ástand“ sagði forsætisráðherrann Hariri við blaðamenn á kjörstað. Talið er líklegt að Hezbollah muni bæta við sig einhverjum sætum og að fylking Hariri muni að sama skapi tapa einhverju af þingstyrk sínum. Líklegast er þó talið að mynduð verði þjóðstjórn að kosningunum loknum, líkt og sú stjórn sem ríkir núna, og að Hariri muni áfram veita ríkisstjórninni forystu. Kjörstaðir lokuðu nú klukkan 16 síðdegis, að íslenskum tíma.
Líbanon Tengdar fréttir Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00 Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Í köldu stríði Íranar og Sádi-Arabar hafa í áratugaraðir tekist á um völdin í Mið-Austurlöndum. Sífellt hitnar í kolunum. Styðja sína hliðina hvorir í Sýrlandi og Jemen. 7. apríl 2018 11:00
Hariri hættir við að hætta Saad Hariri segir ekki af sér sem forsætisráðherra Líbanons. Frá þessu greindi hann í gær. 6. desember 2017 07:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent