Umboðsmaður Alþingis hnýtir í Matvælastofnun Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 08:53 Dýralæknar þurfa að geta tjáð sig á íslensku. Vísir/Stefán Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanni Alþingis, sem birtist á vef embættisins í morgun. Forsaga málsins er sú að Dýralæknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir því að Matvælastofnun hefði um skeið ráðið til starfa dýralækna í eftirlitsstörf sem ekki hefðu vald á íslensku og þær skýrslur og athugasemdir sem þeir hefðu beint til eftirlitsskylda aðila hefðu verið á ensku. Fram kemur í álitinu að Dýralæknafélagið hafi vísað til þess í kvörtun sinni að í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr væri gerð krafa um að dýralæknar sem störfuðu í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Umboðsmaður féllst á þessi sjónarmið og og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að gera ráðstafanir til að starfshættir Matvælastofnunar yrðu framvegis í samræmi við lagaákvæði sem gera kröfu um kunnáttu dýralækna í íslensku - sem og þá kröfu laga að íslenska væri mál stjórnsýslunnar hér á landi. Embættið féllst hins vegar ekki á þau sjónarmið stofnunarinnar og ráðuneytisins að um neyðarráðstöfun hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið kostur á að ráða dýralækna sem hefðu vald á íslensku. „Umboðsmaður tók fram að þar sem stjórnvöld hefðu ekki í málinu vísað til reglna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði athugun hans ekki beinst að hugsanlegri þýðingu þeirra við ráðningu umræddra starfsmanna,“ segir jafnframt í álitinu sem nálgast má með því að smella hér. Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Matvælastofnun var óheimilt að ráða til sín dýralækna sem ekki höfðu vald á íslensku. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanni Alþingis, sem birtist á vef embættisins í morgun. Forsaga málsins er sú að Dýralæknafélag Íslands kvartaði til umboðsmanns yfir því að Matvælastofnun hefði um skeið ráðið til starfa dýralækna í eftirlitsstörf sem ekki hefðu vald á íslensku og þær skýrslur og athugasemdir sem þeir hefðu beint til eftirlitsskylda aðila hefðu verið á ensku. Fram kemur í álitinu að Dýralæknafélagið hafi vísað til þess í kvörtun sinni að í lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr væri gerð krafa um að dýralæknar sem störfuðu í opinberri þjónustu skyldu hafa vald á íslenskri tungu. Umboðsmaður féllst á þessi sjónarmið og og beindi þeim tilmælum til Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að gera ráðstafanir til að starfshættir Matvælastofnunar yrðu framvegis í samræmi við lagaákvæði sem gera kröfu um kunnáttu dýralækna í íslensku - sem og þá kröfu laga að íslenska væri mál stjórnsýslunnar hér á landi. Embættið féllst hins vegar ekki á þau sjónarmið stofnunarinnar og ráðuneytisins að um neyðarráðstöfun hefði verið að ræða þar sem ekki hefði verið kostur á að ráða dýralækna sem hefðu vald á íslensku. „Umboðsmaður tók fram að þar sem stjórnvöld hefðu ekki í málinu vísað til reglna um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins hefði athugun hans ekki beinst að hugsanlegri þýðingu þeirra við ráðningu umræddra starfsmanna,“ segir jafnframt í álitinu sem nálgast má með því að smella hér.
Dýr Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira