Kolefnisfótspor ferðamennsku fjórfalt stærra en talið var Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2018 10:30 Mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna ferðamennsku hefur litið fram hjá neyslu ferðamanna fram að þessu. Vísir/Ernir Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum sem hlýst af ferðamennsku er allt að fjórfalt meiri en áður hefur verið talið. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru um 8% af heildarlosun manna tilkomin vegna ferðalaga. Fram að þessu hefur verið áætlað að ferðamennska standi fyrir 2,5 til 3% af heildarlosuninni. Við það mat var hins vegar ekki tekið tillit til losunar frá matvæla- og drykkjaframleiðslu, innviðum og þjónustu sem tengist ferðamennsku, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Úr þessu bæta vísindamenn frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu í nýrri rannsókn sem þeir birtu í vísindaritinu Nature Climate Change í gær. Í henni kemur meðal annars fram að losun vegna ferðamennsku hefur aukist um 3% á ári frá 2009 til 2013. Þeir ráku ferðalög ferðamanna frá heimalandinu til áfangastaðar og aftur heim, mátu kolefnislosunina sem hlaust af framleiðslu vara og þjónustu sem þeir keyptu, samgöngum á áfangastaðnum, hótelgistingunni og minjagripum.Vísbendingar um kolefnisfrekari neyslu á ferðalagi Stærsta kolefnisfótsporið er í Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi og á Indlandi. Þar eru innanlandsferðir fyrirferðarmestar. Í litlum eyríkjum eins og Maldíveyjum, Máritíusi, Kýpur og Seychelles-eyjum er allt frá 30 til 80% af heildarlosun vegna erlendra ferðamanna. Í rannsóknina skortir samanburð á hver losunin hefði verið ef ferðamennirnir hefðu setið heima. Arunima Malik, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að vísbendingar séu þó um að neysluvenjur ferðamanna séu aðrar á ferðlögum en þegar þeir eru heima hjá sér. „Á það hefur verið bent að fólk neytir meira af unnum matvælum og nota kolefnisfreka samgöngukosti frekar en almenningssamgöngur þegar það er á ferðalagi,“ segir Malik.Mest losun vegna ferðalaga kemur frá flugvélum.Vísir/VilhelmHaldi sig frá flugi til að draga úr losun CNN ræðir meðal annars við Jukka Heinonen, prófessor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður Malik og félaga í samræmi við rannsókn sem gerð var á neyslu ferðamanna á Íslandi fyrir tveimur árum. Í henni kom meðal annars fram að losun vegna ferðamanna á Íslandi þrefaldaðist frá 2010 til 2015. Á bilinu 50-82% losunarinnar var vegna flugferða. „Þetta er einn af þeim geirum þar sem losun eykst mjög hratt þar sem þetta er mjög kolefnisfrek iðja,“ segir Heinonen. Malik og félagar búast við því að ferðamennska muni vaxa um 4% á ári á næstunni. Því sé brýnt að gera ferðamennsku vistvæna. Hún mælir með því að ferðamenn reyni að halda sig frá flugi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Seychelleseyjar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum sem hlýst af ferðamennsku er allt að fjórfalt meiri en áður hefur verið talið. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar eru um 8% af heildarlosun manna tilkomin vegna ferðalaga. Fram að þessu hefur verið áætlað að ferðamennska standi fyrir 2,5 til 3% af heildarlosuninni. Við það mat var hins vegar ekki tekið tillit til losunar frá matvæla- og drykkjaframleiðslu, innviðum og þjónustu sem tengist ferðamennsku, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. Úr þessu bæta vísindamenn frá Háskólanum í Sydney í Ástralíu í nýrri rannsókn sem þeir birtu í vísindaritinu Nature Climate Change í gær. Í henni kemur meðal annars fram að losun vegna ferðamennsku hefur aukist um 3% á ári frá 2009 til 2013. Þeir ráku ferðalög ferðamanna frá heimalandinu til áfangastaðar og aftur heim, mátu kolefnislosunina sem hlaust af framleiðslu vara og þjónustu sem þeir keyptu, samgöngum á áfangastaðnum, hótelgistingunni og minjagripum.Vísbendingar um kolefnisfrekari neyslu á ferðalagi Stærsta kolefnisfótsporið er í Bandaríkjunum, Kína, Þýskalandi og á Indlandi. Þar eru innanlandsferðir fyrirferðarmestar. Í litlum eyríkjum eins og Maldíveyjum, Máritíusi, Kýpur og Seychelles-eyjum er allt frá 30 til 80% af heildarlosun vegna erlendra ferðamanna. Í rannsóknina skortir samanburð á hver losunin hefði verið ef ferðamennirnir hefðu setið heima. Arunima Malik, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að vísbendingar séu þó um að neysluvenjur ferðamanna séu aðrar á ferðlögum en þegar þeir eru heima hjá sér. „Á það hefur verið bent að fólk neytir meira af unnum matvælum og nota kolefnisfreka samgöngukosti frekar en almenningssamgöngur þegar það er á ferðalagi,“ segir Malik.Mest losun vegna ferðalaga kemur frá flugvélum.Vísir/VilhelmHaldi sig frá flugi til að draga úr losun CNN ræðir meðal annars við Jukka Heinonen, prófessor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands. Hann segir niðurstöður Malik og félaga í samræmi við rannsókn sem gerð var á neyslu ferðamanna á Íslandi fyrir tveimur árum. Í henni kom meðal annars fram að losun vegna ferðamanna á Íslandi þrefaldaðist frá 2010 til 2015. Á bilinu 50-82% losunarinnar var vegna flugferða. „Þetta er einn af þeim geirum þar sem losun eykst mjög hratt þar sem þetta er mjög kolefnisfrek iðja,“ segir Heinonen. Malik og félagar búast við því að ferðamennska muni vaxa um 4% á ári á næstunni. Því sé brýnt að gera ferðamennsku vistvæna. Hún mælir með því að ferðamenn reyni að halda sig frá flugi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Seychelleseyjar Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira