Skaðabótamáli konu vegna afleiðinga nauðgunar vísað frá dómi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Meint nauðgun er sögð hafa orðið á Ísafirði. Vísir/pjetur Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Skaðabótamáli, sem höfðað var til greiðslu skaðabóta vegna nauðgunar, var á dögunum vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan var að stefna málsins hafði ekki verið löglega birt. Málið varðar nauðgun sem kærð var í desember 2014. Atvikið sjálft á að hafa orðið á Ísafirði í september 2014 og leitaði konan á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða vegna þess. Að rannsókn lögreglu lokinni var málið sent saksóknara sem krafðist frekari rannsóknar en þá kom í ljós að sýnum, sem tekin höfðu verið á heilbrigðisstofnuninni, hafði verið eytt. Var málið því fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Konan ákvað að því loknu að höfða mál til viðurkenningar á bótarétti sínum vegna afleiðinga atburðarins. Hún bar að tveir útlendir menn, sem flust hefðu sérstaklega til Ísafjarðar til að spila knattspyrnu, hefðu nauðgað sér og að þeir hefðu tvíeflst við mótspyrnu hennar. Annar mannanna býr enn hér á landi en hinn leikur nú í Bretlandi.Sjá einnig: Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Lögmaður konunnar reyndi að hafa uppi á hinum síðarnefnda gegnum Facebook og LinkedIn en án árangurs. Þá svaraði núverandi lið hans ekki spurningum um aðsetur hans og ekki var upplýsingar um aðsetur hans að finna hjá breskum stjórnvöldum. Var stefnan því birt í Lögbirtingablaðinu. Dómurinn taldi ekki reynt til þrautar að birta manninum stefnuna samkvæmt breskum lögum. Hægt væri að leita til bresks birtingarvotts og birta stefnuna þar sem maðurinn hittist fyrir. Skilyrði fyrir birtingu í Lögbirtingablaðinu voru því ekki uppfyllt og málinu vísað frá dómi. Ekki hefur tekist að ná í lögmann konunnar í gær þrátt fyrir tilraunir Fréttablaðsins frá því í síðustu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00 Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu, nokkrum klukkustundum eftir að brotið var framið. Sjúkrahúsið virðist hafa týnt sönnunargagni í málinu og f 25. maí 2017 07:00
Reiddist þegar málið fór að dragast á langinn Kona sem stefnir tveimur mönnum fyrir nauðgun segir stuðning skorta við þolendur. Hún segir biðina eftir að hún kærði verknaðinn hafa verið mjög erfiða. Mikilvægt sé að þolendur séu staðráðnir í að láta ofbeldisbrot ekki viðgang 27. maí 2017 07:00