Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu. vísir/pjetur Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent