Einn af skipuleggjendum ellefta septembers er í haldi Kúrda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 20. apríl 2018 10:03 Zammar tók þátt í undirbúningi árásanna á Bandaríkin Robert J. Fisch / Wikimedia Commons Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti. Sýrland Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Hersveitir Kúrda í Sýrlandi segjast hafa handsamað mann sem tilheyrði sömu hryðjuverkasellu og gerði árás á tvíburaturnana og Pentagon þann ellefta september 2001. Mohammad Haydar Zammar, sem er Sýrlendingur, var hluti af hinni svokölluðu Hamborgarsellu al Kaída samtakanna sem hreiðraði um sig í Þýskalandi þremur árum fyrir árásirnar. Hann segist sjálfur hafa fengið nokkra lykilmenn til liðs við samsærið, meðal annars Mohammed Atta sem hefur verið kallaður forsprakki hópsins í Hamborg. Zammar var í beinum tengslum við Osama bin Laden og sá að sögn um alþjóðleg samskipti og peningasendingar fyrir selluna. Hann var handtekinn í Marokkó rúmum mánuði eftir að tvíburaturnarnir hrundu en Bandaríkin voru á þeim tíma ekki búin að koma upp aðstöðu til að halda föngum á Guantanamo herstöðinni. Zammar var því sendur til Sýrlands, af öllum stöðum, þar sem hann var pyntaður í alræmdasta fangelsi landsins og upplýsingar sem hann veitti sendar til Bandaríkjastjórnar. 12 árum síðar, árið 2013, var borgarastyrjöldin í algleymingi í Sýrlandi og Assad forseti ákvað að láta Zammar og fleiri hryðjuverkamenn lausa. Opinberlega var um fangaskipti að ræða en margir telja að Sýrlandsstjórn hafi viljað koma óorði á stjórnarandstæðinga með því að senda þeim liðsauka sem þennan. Enda fór Zammar rakleiðis til borgarinnar Raqqa ásamt félögum sínum og gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þar fékk hann það hlutverk að vinna samtökunum fylgi í öðrum löndum og í þeim tilgangi sendi hann peninga til herskárra íslamista á Sínaí skaga í Egyptalandi. Það varð til þess að útibú ISIS var stofnað þar. Zammar er nú einn fjölda vígamanna frá mörgum löndum sem eru í haldi Kúrda. Kúrdarnir eru þessa stundina uppteknir af innrás Tyrkja og ekki er ljóst hvað þeir ætla sér að gera við fangana, sem flestir eru fyrrverandi vígamenn ISIS. Heimalönd þeirra vilja í flestum tilvikum ekki taka við þeim og Bandaríkjamenn ekki heldur. Í ljósi sérstakra tengsla Zammars við ellefta september er hins vegar möguleiki að Bandaríkjastjórn vilji nálgast hann eða yfirheyra með einhverjum hætti.
Sýrland Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira