Hafa ekki upplýsingar um umfang skattaundanskota í ferðaþjónustu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:21 Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.” Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri býr ekki yfir upplýsingum um umfang þeirra fjármuna sem ríkissjóður verður af vegna skattaundanskota í ferðaþjónustu í gegnum erlendar bókunarsíður. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar óttast um orðspor ferðaþjónustunnar á Íslandi vegna skattaundanskota.Fréttablaðið greindi frá því í gær að færst hafi í aukana hér á landi að fyrirtæki í ferðaþjónustu komi sér undan greiðslu virðisaukaskatts með því að notast við erlendar bókunarsíður. Fyrirtækin fái greiðslur inn á erlendra reikninga og komi þeim þannig hjá tekjuskráningu hérlendis. Embætti skattrannsóknastjóra býr þó ekki yfir vitneskju um umfang mála af slíkum toga. „Við höfum það ekki og höfum ekki tekið það neitt sérstaklega saman,” segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknastjóri. Slík mál hafi aftur á móti komið inn á borð embættisins. „Þetta er í sjálfu sér ekkert sem er nýtt fyrir skattayfirvöld eða neitt sem kemur á óvart. Og íslensk skattayfirvöld eru ágætlega sett með það hvernig þau geta brugðist við þessu,” segir Bryndís. Ísland sé aðili að mörgum samningum við önnur ríki sem veiti aðgang og aðstoð við upplýsingaöflun. Bryndís telur aftur á móti að viðurlög við skattalagabrotum vera allt of væg hér á landi.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/skjáskotHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að regluverk, eftirlit og viðurlög verði að taka mið af breytingum sem verði í samfélaginu, til að mynda hvað varðar net- og alþjóðavæðingu. „Það er auðvitað bara skýlaus krafa okkar og fyrirtækja í ferðaþjónustu, þeir sem eru með allt uppi á borðum, að það sitji allir við sama borð,” segir Helga. Sem betur fer séu flestir heiðarlegir í sinni starfsemi að sögn Helgu en mál sem þessi séu ferðaþjónustunni ekki til framdráttar. „Orðsporið skiptir gríðarlega miklu máli.”
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00