Stefnir í prestaskort Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 06:00 Séra Kristján segir töluvert mikið vinnuálag á mörgum prestum. Vísir/ernir „Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Við erum að halda upp á aldarafmælið með hófsömum hætti,“ segir séra Kristján Björnsson, sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli og formaður hins hundrað ára Prestafélags Íslands, staddur á málþingi í Bústaðakirkju. Þar er um helmingur stéttarinnar mættur, að hans sögn. Fram undan er aðalfundur félagsins. Kristján segir margt hafa breyst á síðustu 100 árum, meðal annars á sviði menntunar. „Þegar afi minn, séra Sigurður Stefánsson, var að læra guðfræði þá bara lásu menn og fóru svo í próf. Ef menn stóðust þau, þá var þetta komið. Um miðja síðustu öld varð að skilyrði að prestar hefðu háskólapróf í guðfræði en nýir prestar eru meira og minna með masterspróf og doktorspróf.“ Viðfangsefnin hafa líka breyst.„Starf presta snýst mikið í dag um sálgæslu og alls konar aðstoð. Slík viðtöl eru hjá mörgum stærsti hluti starfsins. Sérhæfing hefur líka aukist og því er orðin meiri breidd í starfinu.“ Sú breyting sem sjáanlegust er á prestahópnum er sú að konur hafa bæst í hann. „Fyrstu ár félagsins komu bara karlar þar við sögu,“ segir Kristján. „Það er komin nærri hálf öld frá því fyrsta konan vígðist, Auður Eir Vilhjálmsdóttir, og nú eru konur um þriðjungur presta landsins.“ Eitt hefur þó ekki breyst mikið frá því félagið var stofnað en það er fjöldi félagsmanna. „Árið 1918 er talið að hafi verið um 120 prestar þjónandi í landinu en við erum núna í kringum 130. Frá því um 1990 hafa öll embætti verið setin en nú stefnir í prestaskort eftir nokkur ár. Það komast svo margir á eftirlaun á næstu tíu árum og því þarf að verða mikil endurnýjun,“ lýsir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðkirkjan Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira