Leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks Hilmarssonar 24. apríl 2018 14:41 Katrín Jakobsdóttir segir að unnið sé af heilindum í máli Hauks Hilmarssonar Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir mál Hauks Hilmarssonar í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu og mælir jafnframt gegn því að íslenskir ríkisborgarar ferðist til svæðisins þar sem Haukur er talin hafa fallið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á facebook síðu Katrínar. Hún segir borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu hans. „Því miður hefur enn ekkert komið fram sem varpað getur ljósi á hvað orðið hefur um Hauk. Áfram er unnið að málinu af alúð og heilindum innan borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins með þeim úrræðum sem til staðar eru af fullum þunga,“ segir Katrín. Strax haft samband við Tyrki Katrín segir íslensk stjórnvöld hafa sett sig í samband við Tyrki um leið og fregnir bárust af andláti hans. Það var gert í gegnum sendiherra Tyrklands í Osló, æðsta fulltrúa tyrkneskra stjórnvalda gagnvart Íslandi. Stjórnvöld á Íslandi og í Tyrklandi hafa verið í stöðugu sambandið eftir ýmsum leiðum og fullyrðir hún að mál Hauks hafi verið tekið upp við utanríkisráðherra, varnarmálaráðherra og fjölskyldumálaráðherra Tyrklands. Þaðan fengust upplýsingar um að Haukur hafi ekki verið í haldi Tyrkja og hans verði leitað meðal látinna og særðra á svæðinu. Mannúðarsamtök, lögregluyfirvöld og vinaþjóðir Katrín segir einnig hafa verið leitað upplýsinga í gegnum óformlegri leiðir, eins og við mannúðarsamtök sem hafa aðgang að svæðinu. Lögregluyfirvöld, sem fara með rannsókn mannshvarfa, hafa einnig rannsakað mál Hauks. Stjórnvöld hér á landi hafa einnig haft samband við sjö vinaþjóðir til að afla upplýsinga um hvernig sé staðið að svipuðum borgaraþjónustumálum. Ríkin hafi öll árétt að þessi staða sé einstaklega flókin, erfitt sé að afla upplýsinga og enn erfiðara sé að veita aðstoð. Katrín segir aðrar upplýsingar ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eins og fram hefur komið ræddi Katrín við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og bað hana um aðstoð við að afla upplýsinga um afdrif Hauks. Hún segir að íslenskir embættismenn hafa átt samskipti við þýska embættismenn í kjölfarið af fundi þeirra Merkel. Ekki unnt að afhenda öll gögn Katrín að ekki sé hægt að afhenda öll gögn sem séu til um framgang og niðurstöðu íslenskra stjórnvalda í máli Hauks vegna trúnaðs um milliríkjasamskipti. Einnig innihalda sum göng upplýsingar um einstaklinga sem geti ógnað öryggi þeirra. Aðstandendur Hauks hafi hins vegar verið upplýstir um efni og niðurstöðu þeirra samskipta eftir því sem kostur hefur verið. Að lokum ráðleggur hún íslenskum ríkisborgurum gegn því að fara til Sýrlands þar sem þeim geti stafað mikil hætta af átökum sem geisa enn á svæðinu. Lesa má facebook færslu Katrínar í heild sinni hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45