Hefur tvisvar misst aleiguna í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. apríl 2018 20:30 Ragnheiður Benediktsdóttir.missti aleiguna í brunanum í Miðhrauni. Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19