Taka ábendingu um orm í ostborgara grafalvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 12:00 Heiðrún Birna segist hafa keypt borgarann í Aktu Taktu við Skúlagötu. SAMSETT Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta. Neytendur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta.
Neytendur Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira