Erlent

Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur.
Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. Vísir/AFP

Á Cannes kvikmyndahátíðinni í næsta mánuði verður hægt að hringja í sérstakt neyðarnúmer til þess að tilkynna um kynferðislegt ofbeldi. 



Marlène Schiappa jafnréttismálaráðherra Frakklands sagði í gær að gripið hefði verið til aðgerða til þess að vernda leikkonur og aðrar konur sem vinna í kringum kvikmyndaiðnaðinn á meðan árlegu Cannes-kvikmyndahátíðiðinni stendur. 



„Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, svo hátíðin getur ekki gert ekki neitt,“ segir Schiappa.



Samkvæmt frétt Guardian verður rætt við gesti hátíðarinnar um hegðun þegar þeir mæta á svæðið. Neyðarsími verður opinn á meðan hátíðinni stendur, fyrir bæði þolendur kynferðisofbeldis og fyrir vitni sem vilja tilkynna einstaklinga eða atvik.

Cannes hátíðin fer fram 8. til 19. maí.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×