Bæjarstjóri Garðabæjar ætlar að beita sér fyrir auknu aðgengi að áfengi Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 18:35 Verslunin Hagkaup vill fá að selja vín í Litlatúni í Garðabæ og sendi bæjarstjóranum bréf þess efnis. ja.is Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR. Skipulag Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira
Verslunarkeðjan Hagkaup vonast eftir því að geta opnað vínbúð í verslunarkjarnanum í Litlatúni í Garðabæ og hefur leitað liðsinnis bæjaryfirvalda í Garðabæ þess efnis. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segist ætla að ræða málið við Hagkaupsmenn, fá að heyra þeirra sjónarmið og kynna þau fyrir Áfengis og tóbaksverslun ríkisins og þingmönnum. Framkvæmdastjóri Hagkaups, Gunnar Ingi Sigurðsson, sendi bæjarstjóra Garðabæjar bréf þess efnis sem var tekið fyrir í bæjarráði í morgun. Gunnar Einarsson segir í samtali við Vísi að bæjarráðsmenn hefðu tekið almennt vel í erindið og bæjarstjóra falið að taka erindið að sér.Segir einokun ekki af því góða „Það eru allir sammála um það hjá okkur að einokun sé ekki af því góða,“ segir Gunnar Einarsson í samtali við Vísi. Hann segir umræðuna á bæjarráðsfundi ekki hafa snúist um að fá áfengi í matvöruverslanir heldur að opnaðar verði fleiri sérstakar vínbúðir í Garðabæ þannig að þjónustan komi til fólksins sem sé betra en að fólk þurfi að elta þjónustuna út um allt.Gunnar Einarsson er bæjarstjóri Garðabæjar.VÍSIR/ANTON BRINKGunnar bendir á að Garðabær sé fimmtán þúsund manna samfélag sem hafði ekki einu sinni vínbúð í mörg ár. Garðbæingar þurftu að keyra til nágrannasveitarfélaga eftir víni en Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefði ákveðið að opna vínbúð í Kauptúni og þá hefði ástandið horft til betri vegar.Betra út frá umhverfissjónarmiðum Bæjarstjórinn segir að út frá umhverfissjónarmiðum væri þó betra að hafa fleiri vínbúðir í bænum þannig að íbúar þurfi ekki að fara langar vegalengdir eftir áfengi sem sé löglegt. „Þetta er bara spurning um að þjónustan sé veitt sem næst fólki úr því að hún er lögleg,“ segir Gunnar sem ætlar sér að ræða málið við ÁTVR og þingmenn sem ráða því hvort að sala áfengis sé gefin frjáls eða ekki, en eins í dag heyrir hún undir ríkinu.Kanna jarðveginn Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að með bréfinu til bæjarstjórans sé fyrirtækið að kanna jarðveginn. Hann segir fyrirtækið sjá sér fært um að geta útbúið svæði fyrir vínbúð í Litlatúni. Ef eitthvað myndi breytast á Alþingi varðandi afstöðu til frumvarps um að gefa sölu á áfengi frjálsa þá væru þeir í stakk búnir að geta hafið sölu áfengi í Litlatúni.Myndu deila anddyri en ekki kassakerfi Hann segir að ef frumvarpið yrði samþykkt þá yrði hluti af húsnæðinu aðskilinn í Litlatúni. Búðin yrði við hliðina á Hagkaups-versluninni og myndi deila anddyri með henni, en þó ekki kassakerfi. Verslun Hagkaups í Litlatúni er opin allan sólarhringinn en Gunnar Ingi segir að svo yrði ekki farið með vínbúð í Litlatúni. Hann segir Hagkaup í fínu samstarfi við ÁTVR og tók Hagkaup til að mynda þá ákvörðun að minnka verslun sína í Spönginni í Grafarvogi svo ÁTVR kæmist þangað inn með vínbúð. Gunnar Ingi segir þetta vera viðleitni Hagkaups til að bæta þjónustu sína eins og hægt er. Hann er á því að Hagkaup myndi örugglega ekki veita síðri þjónustu en ÁTVR.
Skipulag Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Sjá meira