Skagamenn fá að ráða örlögum strompsins Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 22:00 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “ Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “
Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira