Innlent

Helgi leiðir Framsókn og óháða í Árborg

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hér ber að líta lista Framsóknar og óháðra í Árborg
Hér ber að líta lista Framsóknar og óháðra í Árborg Framsókn
Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir framboð Framsóknar og óháðra í sveitarfélaginu Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í öðru sæti er Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, í þriðja sæti er Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Gunnar Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari, skipar fjórða sæti listans.

Framboðslistinn var samþykktur á fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær.

Fram kemur í tilkynningu frá Framsókn og óháðum að málefnavinna sé í „fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.“



Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.

1. Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og bæjarfulltrúi.

2. Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hjá Rainrace ehf.

3. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.

4. Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari.

5. Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands.

6. Gísli Gíslason, húsasmíðameistari.

7. Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga.

8. Guðmundur Guðmundsson, fv. sviðsstjóri.

9. Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

10. Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM.

11. Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.

12. Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi.

13. Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.

14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur.

15. Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari.

16. María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi.

17. Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv. framkvæmdastjóri.

18. Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×