GRECO segir lögregluna óvarða gagnvart pólitísku áhrifavaldi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. apríl 2018 07:00 Afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi ráðherra, af rannsókn lekamálsins í lögreglustjóratíð Stefáns Eiríkssonar eru öllum kunn. vísir/vilhelm Íslensk löggæsla þykir sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum að mati GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birta í dag niðurstöður úttektar sinnar um æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. „Samkvæmt samtölum okkar við fólk í vettvangsferðinni til Íslands er það sambland nokkurra þátta sem bendir til þessa,“ segir Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO sem kom hingað til lands síðastliðið haust og er einn höfunda skýrslunnar. Esposito vísar í fyrsta lagi til þess að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði kveðnu undir stjórn og háð eftirliti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðarkeðjan innan löggæslunnar ekki lóðrétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki aðeins ríkislögreglustjóri beint undir ráðherra, heldur heyri lögreglustjórar umdæmanna í raun ekki undir ríkislögreglustjóra heldur einnig beint undir ráðherra. Þetta þýði að allir níu lögreglustjórar landsins stýri daglegum löggæslustörfum undir beinni stjórn ráðherra. Við þetta bætist einnig að héraðssaksóknari, sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur einnig skipunarvaldi ráðherra.Gianluca Esposito er sérfræðingur Greco, samtaka ríkja gegn spillingu. Hann ræddi við fjölda manns í vettvangsferð samtakana til Íslands síðastliðið haust.Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu stjórnendur innan lögreglunnar heldur einnig óbreyttir lögreglumenn skipaðir til fimm ára í senn. „Segjum sem svo að ráðherranum líki ekki við einhvern, þá er tiltölulega auðvelt að framlengja ekki ráðningu viðkomandi án þess að ráðherra þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“ segir Esposito og vísar einnig til þess að þrátt fyrir reglur um skipanir í embætti mæli GRECO sérstaklega með því að ráðningar- og skipunarferli innan lögreglunnar verði opnara og gegnsærra, lausar stöður og embætti verði auglýst, hæfniskröfur skýrar og mat á hæfni umsækjenda fari fram eftir gegnsæjum og skýrum reglum. Í þriðja lagi segir Esposito samtökin hafi fundið fyrir þeirri ásýnd fólks í vettvangsferð sinni að sterk og rótgróin tengsl séu milli íslenskra löggæsluyfirvalda og tiltekins stjórnmálaflokks og fyrir því muni vera sögulegar ástæður. „Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“ segir Esposito og bætir við að GRECO hafi einnig orðið áskynja um þau viðhorf innan lögreglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir frama innan löggæslunnar að hafa góð tengsl við eða vera meðlimur í viðkomandi stjórnmálaflokki. Að lokum segir Esposito samtökin hafa fengið upplýsingar og dæmi um tilvik innan lögreglunnar, þar sem þessi hætta á pólitískum afskiptum hafi raungerst með beinum afskiptum ráðherra af störfum lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Lekamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Íslensk löggæsla þykir sérstaklega berskjölduð fyrir pólitískum áhrifum að mati GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, sem birta í dag niðurstöður úttektar sinnar um æðstu handhafa framkvæmdarvalds og löggæslu á Íslandi. „Samkvæmt samtölum okkar við fólk í vettvangsferðinni til Íslands er það sambland nokkurra þátta sem bendir til þessa,“ segir Gianluca Esposito, sérfræðingur GRECO sem kom hingað til lands síðastliðið haust og er einn höfunda skýrslunnar. Esposito vísar í fyrsta lagi til þess að þrátt fyrir að lögreglan sé í orði kveðnu undir stjórn og háð eftirliti ríkislögreglustjóra, sé ábyrgðarkeðjan innan löggæslunnar ekki lóðrétt heldur lárétt. Þannig heyri ekki aðeins ríkislögreglustjóri beint undir ráðherra, heldur heyri lögreglustjórar umdæmanna í raun ekki undir ríkislögreglustjóra heldur einnig beint undir ráðherra. Þetta þýði að allir níu lögreglustjórar landsins stýri daglegum löggæslustörfum undir beinni stjórn ráðherra. Við þetta bætist einnig að héraðssaksóknari, sem hefur eftirlitsskyldur gagnvart löggæslunni og ákæruvaldi, lýtur einnig skipunarvaldi ráðherra.Gianluca Esposito er sérfræðingur Greco, samtaka ríkja gegn spillingu. Hann ræddi við fjölda manns í vettvangsferð samtakana til Íslands síðastliðið haust.Í öðru lagi séu ekki aðeins helstu stjórnendur innan lögreglunnar heldur einnig óbreyttir lögreglumenn skipaðir til fimm ára í senn. „Segjum sem svo að ráðherranum líki ekki við einhvern, þá er tiltölulega auðvelt að framlengja ekki ráðningu viðkomandi án þess að ráðherra þurfi að gefa sérstaka skýringu á því,“ segir Esposito og vísar einnig til þess að þrátt fyrir reglur um skipanir í embætti mæli GRECO sérstaklega með því að ráðningar- og skipunarferli innan lögreglunnar verði opnara og gegnsærra, lausar stöður og embætti verði auglýst, hæfniskröfur skýrar og mat á hæfni umsækjenda fari fram eftir gegnsæjum og skýrum reglum. Í þriðja lagi segir Esposito samtökin hafi fundið fyrir þeirri ásýnd fólks í vettvangsferð sinni að sterk og rótgróin tengsl séu milli íslenskra löggæsluyfirvalda og tiltekins stjórnmálaflokks og fyrir því muni vera sögulegar ástæður. „Tilfinningin er að það þyki jákvætt að vera virkur þátttakandi í þessum tiltekna flokki,“ segir Esposito og bætir við að GRECO hafi einnig orðið áskynja um þau viðhorf innan lögreglunnar að ákjósanlegt þyki fyrir frama innan löggæslunnar að hafa góð tengsl við eða vera meðlimur í viðkomandi stjórnmálaflokki. Að lokum segir Esposito samtökin hafa fengið upplýsingar og dæmi um tilvik innan lögreglunnar, þar sem þessi hætta á pólitískum afskiptum hafi raungerst með beinum afskiptum ráðherra af störfum lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Lekamálið Lögreglumál Tengdar fréttir Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39 „Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu. 30. apríl 2015 19:39
„Örugglega hefði ég átt að segja af mér þegar rannsókn hófst“ Fyrsta viðtal Hönnu Birnu frá því hún sagði af sér. 27. apríl 2015 12:02
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08