Hanyie og Abrahim fengu stöðu flóttafólks Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2018 20:52 Hanyie og Abrahim ásamt vini sínum Guðmundi Karli í dag. Mynd/Claudia Wilson Afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki hafa fengið stöðu flóttafólks á Íslandi en Útlendingastofnun staðfesti stöðu þeirra á fundi í dag. Vinur feðginanna segir þau í skýjunum með fréttirnar. Hanyie og Abrahim komu hingað til lands í desember 2016. Þar áður höfðu þau verið á flótta og bjuggu m.a. í Íran, Tyrklandi, Grikklandi og Þýskalandi. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. „Þau eru örugglega enn þá að melta þetta en auðvitað eru þau alveg í skýjunum,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, í samtali við Vísi.Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst.vísir/laufeyHann segir baráttuna sem nú er að baki hafa verið langa og stranga og á tímabili hafi útlitið verið svart. „Í september fengu þau allt í einu þriggja daga frest til þess að kveðja vini og svo átti bara að flytja þau strax úr landi, til Þýskalands, þannig að þetta er búið að vera ansi löng og erfið barátta.“ Guðmundur segir Hanyie og Abrahim himinlifandi með að búa loksins við öryggi. Nú taki svo við alvara lífsins, húsnæðis- og atvinnuleit svo eitthvað sé nefnt. Mál feðginanna vakti mikla athygli í sumar en þá var haldin afmælisveisla fyrir Haniye á Klambratúni. Á þeim tímapunkti stóðu feðginin frammi fyrir því að vera send úr landi en í september síðastliðnum var brottvísuninni frestað. Þá var einnig samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á útlendingalögum, sem fólu meðal annars í sér breytingar á dvalarleyfum í tilfelli barna, og í október var feðginunum tilkynnt að mál þeirra yrði tekið til efnismeðferðar. Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. 10. október 2017 18:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Afgönsku feðginin Hanyie og Abrahim Maleki hafa fengið stöðu flóttafólks á Íslandi en Útlendingastofnun staðfesti stöðu þeirra á fundi í dag. Vinur feðginanna segir þau í skýjunum með fréttirnar. Hanyie og Abrahim komu hingað til lands í desember 2016. Þar áður höfðu þau verið á flótta og bjuggu m.a. í Íran, Tyrklandi, Grikklandi og Þýskalandi. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. „Þau eru örugglega enn þá að melta þetta en auðvitað eru þau alveg í skýjunum,“ segir Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, í samtali við Vísi.Hundruð manns fögnuðu með Haniye þegar hún hélt upp á afmæli sitt í byrjun ágúst.vísir/laufeyHann segir baráttuna sem nú er að baki hafa verið langa og stranga og á tímabili hafi útlitið verið svart. „Í september fengu þau allt í einu þriggja daga frest til þess að kveðja vini og svo átti bara að flytja þau strax úr landi, til Þýskalands, þannig að þetta er búið að vera ansi löng og erfið barátta.“ Guðmundur segir Hanyie og Abrahim himinlifandi með að búa loksins við öryggi. Nú taki svo við alvara lífsins, húsnæðis- og atvinnuleit svo eitthvað sé nefnt. Mál feðginanna vakti mikla athygli í sumar en þá var haldin afmælisveisla fyrir Haniye á Klambratúni. Á þeim tímapunkti stóðu feðginin frammi fyrir því að vera send úr landi en í september síðastliðnum var brottvísuninni frestað. Þá var einnig samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á útlendingalögum, sem fólu meðal annars í sér breytingar á dvalarleyfum í tilfelli barna, og í október var feðginunum tilkynnt að mál þeirra yrði tekið til efnismeðferðar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00 Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. 10. október 2017 18:45 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Mörg hundruð Íslendingar ætla að láta draum flóttastúlku rætast Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. 1. ágúst 2017 20:00
Mál Hanyie verður tekið til efnislegrar meðferðar Mál afgönsku feðginanna Hanyie og Abrahim Maleke verður tekið til efnislegrar meðferðar hjá Útlendingastofnun. 10. október 2017 18:45