Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2017 18:29 Haniye í afmælinu sínu á Klambratúni í byrjun ágústmánaðar. vísir/laufey elíasdóttir Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“ Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við Útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað. RÚV sagði fyrst frá. Til stendur að vísa þeim Abrahim og Haniye Maleki úr landi á fimmtudag eftir að Útlendingastofnun synjaði beiðni þeirra um hæli. „Þau hafa heimild til þess að fara fram á það við Útlendingastofnun að því verði frestað á grundvelli 3. mgr. 35. gr. laga um útlendinga. Þau ákváðu að nýta sér þetta og eftir því sem við vitum hefur Ríkislögreglustjóri ekki gert þetta áður,“segir Guðmundur Karl Karlsson í samtali við Vísi en hann er vinur feðginanna og hefur aðstoðað þau hér á landi. Útlendingastofnun fékk beiðnina seint í dag og hefur ekki tekið afstöðu til hennar. Þarf ríka ástæðu til að neita „Vonandi eru einhverjir Íslendingar í stjórnsýslunni sem spyrna við fótunum. Þau eru búin að óska eftir þessu en það er ekki búið að taka þetta til skoðunar hjá Útlendingastofnun,“ segir Guðmundur Karl. Hann segir að Útlendingastofnun hafi heimild til þess að fresta brottvísun þeirra og reynir að vera vongóður á útkomuna. „Ég held að það verði rosalega erfitt að sannfæra nokkurn mann um það eigi augljóslega ekki að fresta þessu. Þau eiga að fara á fimmtudaginn svo þau hafa ekki langan tíma til þess að taka afstöðu. Ég er nokkuð viss um að fyrst að ríkislögreglustjóri er búinn að óska eftir þessu þá megi hann ekki flytja þau fyrr en afstaða liggur fyrir. Þessi þriðja málsgrein í útlendingalögum virðist ekkert mjög flókin og það þarf ríka ástæðu til þess að neita þessari beiðni.“ Þriðja grein útlendingalaga fjallar meðal annars um einstaklinga í sérstaklega viðkvæmri stöðu en íslensk stjórnvöld ætla að láta yfirvöld í Þýskalandi, þangað sem senda á feðginin, vita af viðkvæmri stöðu þeirra. Abrahim er bæklaður eftir bílslys og Haniye glímir við alvarleg andleg veikindi. Fatlaðir einstaklingar, einstæðir foreldrar með ung börn og alvarlega veikir einstaklingar eru meðal þeirra sem skilgreindir eru í viðkvæmri stöðu samkvæmt þriðju grein útlendingalaga. „Þetta er allt að gerast svo ótrúlega hratt.“ Guðmundur Karl segir að það sé mikið af öflum að toga núna, flest öll í jákvæða átt en svo sterk öfl í neikvæða átt þannig að maður þorir varla að gera sér í hugarlund hvað gerist næst. Ég er náttúrulega alltaf vongóður en svo bíðum við bara og sjáum.“
Tengdar fréttir Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30 Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29 Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Haniye vísað úr landi á fimmtudag: „Með engu móti búið þó að þau fari út“ Feðginunum Haniye og Abrahim Maleki verður vísað úr landi á fimmtudag. Abrahim var tilkynnt þetta á fundi hjá Útlendingastofnun í morgun. 11. september 2017 14:30
Leggja fram frumvarp um ríkisborgararétt til handa Mary og Haniye Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti í dag að flokkurinn hyggst leggja fram frumvarp um íslenskan ríkisborgararétt til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Fjölmenn mótmæli fóru fram á Austurvelli í gær þar sem fólk lýsti yfir óánægju sinni með brottvísanirnar. 10. september 2017 18:29
Þykir súrt hvernig stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerðinni Forstjóri Barnaverndarstofu segir það pólitíska ákvörðun að senda hælisleitendur beint úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Samfylkingin hyggst leggja fram frumvarp til að veita tveimur fjölskyldum ríkisborgararétt. 11. september 2017 06:00