Strákarnir okkar mæta aftur á stórmót í jakkafötum frá Herragarðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson mætir til leiks á EM 2016. Vísir/Getty Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Sjá meira