Strákarnir okkar mæta aftur á stórmót í jakkafötum frá Herragarðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2018 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson mætir til leiks á EM 2016. Vísir/Getty Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu mættu til leiks á EM í Frakklandi sumarið 2016 í glæsilegum jakkafötum. Nú ætla Herragarðurinn og KSÍ að endurtaka leikinn en þau hafa gert með sér áframhaldandi samning um klæðnað fyrir A landslið karla í knattspyrnu og starfsfólk KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Strákarnir okkar voru mældir í bak og fyrir í æfingaferð íslenska landsliðsins til Bandaríkjanna á dögunum en hver föt eru sérmæld og merkt hverjum leikmanni og starfsmanni innan í fóðri jakkans. Að sjálfsögðu kemur textinn Fyrir Ísland fyrir í kraganum eins og liðstreyjunni. Á EM í Frakklandi voru landsliðsmenn og starfsmenn KSÍ mældir upp í sérsaumuð jakkaföt frá Herragarðinum. Að þessu sinni verða leikmenn klæddir í stakan jakka og buxur. Bláir tónar verða allsráðandi en rauði liturinn víkur fyrir bláum í bindisvali. Skófatnaður verður útvegaður frá Lloyd skófyrirtækinu og skyrtur frá Stenströms. Jakkinn og buxurnar eru síðan sérsaumuð undir merki Herragarðsins sérsaums.Vísir/GettyGuðni Bergsson, formaður KSÍ: „Við erum mjög ánægð með endurnýjun á samkomulaginu við Herragarðinn. Við höfum klæðst þeirra fatnaði undanfarin ár og fengið frábæra þjónustu. Það er hluti af ímynd landsliðanna að koma vel fyrir og klæðast góðum fatnaði bæði innan vallar sem utan,“ sagði Guðni við heimasíðu KSÍ. „Við erum afar stoltir í að vera þátttakendur í HM ævintýrinu. Við höfum átt virkilega gott samstarf við KSÍ og minningar frá EM 2016 munu alltaf eiga stóran sess hjá Herragarðsmönnum eins og landsmönnum öllum,“ sagði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri Herragarðsins, „Það hefur verið mikill metnaður af okkar hálfu að ganga til þessa verkefnis með fagmennsku að leiðarljósi enda flugum við t.a.m. til San Fransisco til að mæla leikmenn nýlega og var frábært að sjá þessa góðu stemmningu sem einkennir landsliðið og starfsfólkið í kringum það. Það er okkar heiður að taka þátt í þessu verkefni á öðru stórmótinu í í röð. Við vonum að þetta samstarf hjálpi strákunum í vinnu sinni á HM í Rússlandi,“ sagði Vilhjálmur.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira