Konurnar á Álftanesi höfðu hver sinn Kana Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2018 22:30 María Sveinsdóttir sýnir varðturninn á Álftanesi sem stóð við hliðið inn í herstöðina. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu: Garðabær Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Stríðsminjar úr síðari heimstyrjöld má enn sjá á Álftanesi en þar var fjölmenn herstöð sem hafði það meginhlutverk að verja Reykjavíkurflugvöll gegn árásum þýskra flugvéla. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Maríu Sveinsdóttur frá Jörfa á Álftanesi. María var ung stúlka þegar herinn kom á Álftanes en hennar fyrstu æskuminningar eru einmitt frá stríðsárunum. Fánastöngin við heimili hennar á Jörfa stendur þar sem áður var stæði fyrir fjórar loftvarnabyssur. Við hús hennar má enn sjá loftvarnabyrgi, sem pabbi hennar notaði síðar sem kartöflugeymslu eftir stríð. „Pabbi fékk ekkert fyrir þetta að láta allt landið sitt undir herinn. En þegar þeir fara þá hirða þeir tæki og tól, allt sem þeir áttu þannig, en hann mátti eiga alla braggana. Eftir það fór hann að rífa braggana og selja, - bara til þess að fólk gæti byggt úr þessu. Og hann fékk góðan pening fyrir það og það bjargaði honum. Hann gat notað það til þess að kaupa fyrsta traktorinn,” sagði María.María Sveinsdóttir sýnir loftvarnabyrgið við Jörfa á Álftanesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Eitt heillegasta mannvirkið úr stríðinu er varðturninn sem stóð við hliðið inn í þessa 500 manna herstöð, sem nefnd var Brighton Camp. María segir samskipti Álftnesinga við hermennina hafa verið góð. Þeir hafi verið eðalmenn. „Það voru margar konur sem fengu vinnu við að þvo þvottinn þeirra. Og þá var alltaf sagt: Kaninn hennar Gerðu. Kaninn hennar Stínu. Kaninn hennar... Og það var talað um það af því að þær þvoðu þvottinn þeirra og fengu peninga fyrir það,” sagði María. Við spurðum Maríu nánar um samskipti kvennanna á Álftanesi við hermennina en svar hennar birtist í þættinum „Um land allt” á mánudagskvöld. Þar verða sýndar myndir af fleiri stríðsminjum en þátturinn fjallar um mannlíf á Álftanesi, allt frá landnámi til nútíma. Aðalviðmælandi þáttarins er Anna Ólafsdóttir Björnsson, sagnfræðingur og fyrrverandi alþingismaður, en hún er höfundur Álftanessögu, sagnfræðirits um sögu byggðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 með viðtali við Maríu:
Garðabær Um land allt Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira