Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2018 13:14 Áætlað er að um einn þriðji karlmanna heimsins séu umskornir. Umskurður er algengur í gyðingatrú og múslimatrú. Vísir/Getty Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Frummælendur eru bæði heimamenn og einnig erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima. Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðsvettvangsins eru alls 17. Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur enga afstöðu með eða á móti frumvarpinu, þar sem skiptar skoðanir eru innan hans, en vill aftur á móti gefa þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri bæði til að hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að frumvarpinu eða styðja það og einnig til að tjá sig opinberlega um sína eigin skoðun og rökstyðja hana. Hér er átt við það að grundvallaratriði til að skapa sanngjarna umræðu í þjóðfélaginu og tryggja að umfjöllunin beri merki um siðgæði og lýðræði, er að opinber skoðanaskipti fari fram hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli.Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan. Fjallað verður um ráðstefnuna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umskurðsfrumvarp Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. Frummælendur eru bæði heimamenn og einnig erlendis frá og fer ráðstefnan fram á ensku. Vakin er sérstök athygli á því að á ráðstefnunni verða fulltrúar frá samtökum gyðinga og múslima. Markmiðið með samráðsvettvanginum er að stuðla að jákvæðum samskiptum, skilningi, umburðarlyndi og virðingu milli trúfélaga, lífsskoðunarfélaga og fólks með mismunandi trúarviðhorf hér á landi og standa vörð um trúfrelsi og önnur mannréttindi. Aðildarfélög samráðsvettvangsins eru alls 17. Frumvarp til laga á Alþingi um bann við umskurði drengja hefur vakið mikla athygli hér á landi og víða um heim. Samráðsvettvangur trúfélaga og lífsskoðunarfélaga tekur enga afstöðu með eða á móti frumvarpinu, þar sem skiptar skoðanir eru innan hans, en vill aftur á móti gefa þeim trúfélögum, sem frumvarpið snertir mest, tækifæri bæði til að hlusta á röksemdir þeirra, sem standa að frumvarpinu eða styðja það og einnig til að tjá sig opinberlega um sína eigin skoðun og rökstyðja hana. Hér er átt við það að grundvallaratriði til að skapa sanngjarna umræðu í þjóðfélaginu og tryggja að umfjöllunin beri merki um siðgæði og lýðræði, er að opinber skoðanaskipti fari fram hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli.Beina útsendingu frá ráðstefnunni má sjá hér að neðan. Fjallað verður um ráðstefnuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Umskurðsfrumvarp Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira