Pepsi-spáin 2018: Árbæingar byggja á sama grunni Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 19. apríl 2018 10:00 Fylkir vann Inkasso-deildina á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Fylki 9. sæti deildarinnar í sumar og þar með að haldi sér í deild þeirra bestu. Fylkir er nýliði í deildinni eftir að falla 2016. Árbæingar voru þá búnir að vera samfleytt 17 ár í efstu deild en ekkert lið annað en KR var búið að vera jafnlengi í efstu deild. Áður en Fylkir loksins féll var liðið búið að vera aðeins fyrir neðan miðju í 6.-8. sæti fimm ár í röð. Það var síðast á meðal efstu liða árið 2009 þegar að það náði þriðja sæti. Síðast þegar að Fylkisliðið kom upp árið 2000 hófst mikið ævintýri. Liðið endaði í öðru sæti efstu deildar og vann tvo bikara á tveimur árum. Það var eitthvað nýtt í Árbænum því í hin þrjú skiptin sem liðið var nýliði í efstu deild féll það. Það gerðist árin 1989, 1993 og 1996 en Fylkisliðið hefur því þrisvar sinnum oftar fallið úr efstu deild sem nýliði en haldið sér. Þjálfari Fylkis er gamli markahrókurinn Helgi Sigurðsson sem tók við Árbæjarliðinu síðasta vetur og kom þeim appelsínugulu upp í efstu deild í fyrstu tilraun. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarfið hans Helga en hann hefur áður verið aðstoðarþjálfari hjá Fram og uppeldisfélagi sínu Víkingi. Helgi er maður ástríðunnar og lætur vel í sér heyra á bekknum. Hann virðist vera neistinn sem þurfti til að kveikja undir Fylkisliðinu.Svona munum við eftir FylkiÞað var búið að vera lítið að frétta í Árbænum í nokkur ár áður en að liðið féll niður í Inkasso-deildina árið 2016. Mikill doði var yfir liðinu og félaginu í raun en helst dró til tíðinda þegar að þáverandi þjálfari þess, Hermann Hreiðarsson, tók einn stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik. Þrotið varð svo algjört þegar að það gerði 2-2 jafntefli við Þrótt í 20. umferðinni en þar með var það orðið nokkuð ljóst að glæsilegri 17 ára dvöl í efstu deild var lokið. Liðið og leikmenngrafík/gvendurFylkismenn byggja enn meira og minna á sömu mönnum og fóru með liðið niður en þeir sýndu að þeir eru ekki alveg dauðir úr öllum æðum í Inkasso-deildinni í fyrra. Breiddin er ekkert gífurleg en kraftur er í liðinu sem getur skorað mörk með nokkra fínustu markaskorara innanborðs.Þrír sem Fylkir treystir á:Ásgeir Börkur Ásgeirsson: Fyrirliðinn klettharði er hjartað í liðinu og hann sýndi svo sannarlega að hann ætlaði sér ekki að stoppa lengi í Inkasso-deildinni. Frá fyrstu mínútu var hann svakalega öflugur og átti hvað stærstan þátt í því að Fylkisliðið vann deildina. Ásgeir er mikill baráttuhundur og drífur félaga sína áfram og er eins konar framlenging á þjálfaranum inn á vellinum.Emil Ásmundsson: Miðjumaðurinn öflugi er hluti af 95-kynslóðinni en margir af henni fóru afar ungir út í atvinnumennsku en komu svo heim. Emil var svolítinn tíma að finna fjöl sína eftir heimkomuna en hann komst virkilega í gang síðasta sumar og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð. Góður leikmaður með góðar sendingar og mikla yfirsýn.Albert Brynjar Ingason: Ef Fylkir ætlar ekki að falla og halda sæti sínu nokkuð örugglega þarf markaskorarinn að vera í stuði. Hann setti fjórtán í fyrra en sjö mörk síðast þegar að liðið var uppi. Það góða við Albert er að hann hefur haldist heill undanfarin þrjú ár og aðeins misst af tveimur leikjum samtals á síðustu þremur tímabilum. Markaðurinn grafvík/gvendurFylkismenn tóku varla þátt á félagaskiptamarkaðnum í vetur og ætla bara að treysta á sína menn. Þeir fengu Helga Val Daníelsson til að taka skóna af hillunni og varamarkvörð til að vera á móti hinum unga og efnilega Aroni Snæ Friðrikssyni. Jonathan Glenn eru áhættukaup en það veit enginn hvað Glenn mætir til leiks. Eftir að skora 24 mörk í 41 leik á fyrstu tveimur árum sínum í Pepsi-deildinni tókst honum að komast í gegnum tímabilið 2016 án þess að skora mark í fjórtán leikjum. Aftur á móti hafa Fylkismenn ekki misst einn einasta leikmann og byggja því á sama grunni sem er alltaf gott fyrir þjálfara.Markaðseinkunn: DHvað segir sérfræðingurinn?„Fylkir er að mörgu leyti með sama mannskap og í fyrra. Það ætti að vera plús því að þeir þekkja vel inn á hvorn annan,“ segir Indriði Sigurðsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um Fylkisliðið. „Veikleikarnir eru kannski þeir að miðvarðaparið og markvörðurinn eiga afar fáa leiki að baki í efstu deild. Reynslumeiri menn þurfa því að stíga upp.“ „Það er samt góð blanda í liðinu og Fylkisliðið er búið að skora nánast í hverjum einasta leik í vetur. Fylkir er búið að vinna líka góða sigra í vetur á móti FH og KR.“ „Fylkismenn hafa staðið sig á móti Pepsi-deildarliðum en Fylkir verður samt í neðri hlutanum,“ segir Indriði Sigurðsson. Spurt og svaraðgrafvík/gvendurÞað sem við vitum um Fylki er ... að liðið er nánast það sama og féll 2016 og það sama og komst upp 2017. Leikmennirnir eru búnir að spila lengi saman og það sást í fyrra að það vantaði bara smá neista. Albert Brynjar Ingason er framherji sem á heima í Pepsi-deildinni og í liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Emil Ásmundsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Það er stemning í Árbænum núna eftir gott tímabil í fyrra þar sem félagið fagnaði 50 ára afmæli sínu og því gæti góð byrjun gert mikið fyrir Fylki.Spurningamerkin eru ... miðvarðaparið og markvörðurinn en í þessum þremur mikilvægu stöðum spila strákar fæddir frá 1996-1998. Aron Snær hefur aldrei spilað leik í efstu deild og þarf heldur betur að aðlagast fljótt ef ekki á illa að fara. Helgi Sigurðsson er einnig á sínu fyrsta ári sem þjálfari í deild þeirra bestu og svo er spurning hver ætlar að taka við markaskorun ef eitthvað kemur fyrir Albert Brynjar. Fylkismenn þurfa svo sjálfir að svara spurningunni hvort þetta lið er of gott fyrir Inkasso-deildina en ekki nógu gott fyrir Pepsi-deildina.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Það er varla til fastmótaðra lið í Pepsi-deildinni en við, nema kannski Valur og Stjarnan. Það eru breytingar í gangi hjá öðrum liðum, sérstaklega í þessum svokallaða „neðri hluta“ sem allir vilja spá okkur í. Strákarnir voru orðnir ansi daufir þarna undir lokin á Pepsi en í fyrra brast út Fylkishjartað eftir að Helgi Sig mætti og þá fóru mínir menn að spila eins og þeir eiga að sér. Það er alltaf talað um að miðverðirnir Orri og Ari og Aron í markinu séu svo ungir. Á aldrei að tala um hvað þeir eru góðir?! Allir hafa verið í yngri landsliðum og voru geggjaðir á síðustu leiktíð. Pepsi-reynslan í þessu liði er svo meiri en hjá mörgum félögum sem hafa verið nokkur ár núna í efstu deild. Það eru nýir tímar í Árbænum með gervigrasi og léttleikandi fótbolta. Emil Ásmundsson verður svo einn besti leikmaður sumarsins, vitið til.Siggi: Ég veit alveg að breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en er ekki alltaf talað um að það þurfi finna byrjunarliðsmenn á markaðnum til að stuða hópinn. Ég sé bara ekkert jákvætt við það að sama lið og féll sé komið upp í Pepsi-deildina. Þetta lið féll úr Pepsi-deild sem var ekki jafnsterk og þessi sem við erum að fara að horfa á í sumar! Við erum með krakka í vörninni og í markinu sem hafa enga reynslu af efstu deild og þjálfara á fyrsta ári á meðal þeirra bestu sem aðalkallinn. Á markaðnum fengum við gaur sem var hættur, varamarkvörð og framherja þegar við þurftum eiginlega minnst á framherja að halda. Breiddin er engin og þó svo við höfum náð einhverjum úrslitum í vetur er það einmitt vegna þess að við erum með svo fastmótað lið. Það skilar sér ekki alltaf inn í sumarið. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Íþróttadeild Vísir og Stöðvar 2 Sports telur niður í Pepsi-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Íslandsmótið hefst 27. apríl en Valsmenn eiga titil að verja eftir að hafa orðið meistarar í 21. sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð. Íþróttadeild spáir Fylki 9. sæti deildarinnar í sumar og þar með að haldi sér í deild þeirra bestu. Fylkir er nýliði í deildinni eftir að falla 2016. Árbæingar voru þá búnir að vera samfleytt 17 ár í efstu deild en ekkert lið annað en KR var búið að vera jafnlengi í efstu deild. Áður en Fylkir loksins féll var liðið búið að vera aðeins fyrir neðan miðju í 6.-8. sæti fimm ár í röð. Það var síðast á meðal efstu liða árið 2009 þegar að það náði þriðja sæti. Síðast þegar að Fylkisliðið kom upp árið 2000 hófst mikið ævintýri. Liðið endaði í öðru sæti efstu deildar og vann tvo bikara á tveimur árum. Það var eitthvað nýtt í Árbænum því í hin þrjú skiptin sem liðið var nýliði í efstu deild féll það. Það gerðist árin 1989, 1993 og 1996 en Fylkisliðið hefur því þrisvar sinnum oftar fallið úr efstu deild sem nýliði en haldið sér. Þjálfari Fylkis er gamli markahrókurinn Helgi Sigurðsson sem tók við Árbæjarliðinu síðasta vetur og kom þeim appelsínugulu upp í efstu deild í fyrstu tilraun. Þetta er fyrsta aðalþjálfarastarfið hans Helga en hann hefur áður verið aðstoðarþjálfari hjá Fram og uppeldisfélagi sínu Víkingi. Helgi er maður ástríðunnar og lætur vel í sér heyra á bekknum. Hann virðist vera neistinn sem þurfti til að kveikja undir Fylkisliðinu.Svona munum við eftir FylkiÞað var búið að vera lítið að frétta í Árbænum í nokkur ár áður en að liðið féll niður í Inkasso-deildina árið 2016. Mikill doði var yfir liðinu og félaginu í raun en helst dró til tíðinda þegar að þáverandi þjálfari þess, Hermann Hreiðarsson, tók einn stjórnarmann ÍBV hálstaki eftir leik. Þrotið varð svo algjört þegar að það gerði 2-2 jafntefli við Þrótt í 20. umferðinni en þar með var það orðið nokkuð ljóst að glæsilegri 17 ára dvöl í efstu deild var lokið. Liðið og leikmenngrafík/gvendurFylkismenn byggja enn meira og minna á sömu mönnum og fóru með liðið niður en þeir sýndu að þeir eru ekki alveg dauðir úr öllum æðum í Inkasso-deildinni í fyrra. Breiddin er ekkert gífurleg en kraftur er í liðinu sem getur skorað mörk með nokkra fínustu markaskorara innanborðs.Þrír sem Fylkir treystir á:Ásgeir Börkur Ásgeirsson: Fyrirliðinn klettharði er hjartað í liðinu og hann sýndi svo sannarlega að hann ætlaði sér ekki að stoppa lengi í Inkasso-deildinni. Frá fyrstu mínútu var hann svakalega öflugur og átti hvað stærstan þátt í því að Fylkisliðið vann deildina. Ásgeir er mikill baráttuhundur og drífur félaga sína áfram og er eins konar framlenging á þjálfaranum inn á vellinum.Emil Ásmundsson: Miðjumaðurinn öflugi er hluti af 95-kynslóðinni en margir af henni fóru afar ungir út í atvinnumennsku en komu svo heim. Emil var svolítinn tíma að finna fjöl sína eftir heimkomuna en hann komst virkilega í gang síðasta sumar og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður Inkasso-deildarinnar á síðustu leiktíð. Góður leikmaður með góðar sendingar og mikla yfirsýn.Albert Brynjar Ingason: Ef Fylkir ætlar ekki að falla og halda sæti sínu nokkuð örugglega þarf markaskorarinn að vera í stuði. Hann setti fjórtán í fyrra en sjö mörk síðast þegar að liðið var uppi. Það góða við Albert er að hann hefur haldist heill undanfarin þrjú ár og aðeins misst af tveimur leikjum samtals á síðustu þremur tímabilum. Markaðurinn grafvík/gvendurFylkismenn tóku varla þátt á félagaskiptamarkaðnum í vetur og ætla bara að treysta á sína menn. Þeir fengu Helga Val Daníelsson til að taka skóna af hillunni og varamarkvörð til að vera á móti hinum unga og efnilega Aroni Snæ Friðrikssyni. Jonathan Glenn eru áhættukaup en það veit enginn hvað Glenn mætir til leiks. Eftir að skora 24 mörk í 41 leik á fyrstu tveimur árum sínum í Pepsi-deildinni tókst honum að komast í gegnum tímabilið 2016 án þess að skora mark í fjórtán leikjum. Aftur á móti hafa Fylkismenn ekki misst einn einasta leikmann og byggja því á sama grunni sem er alltaf gott fyrir þjálfara.Markaðseinkunn: DHvað segir sérfræðingurinn?„Fylkir er að mörgu leyti með sama mannskap og í fyrra. Það ætti að vera plús því að þeir þekkja vel inn á hvorn annan,“ segir Indriði Sigurðsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, um Fylkisliðið. „Veikleikarnir eru kannski þeir að miðvarðaparið og markvörðurinn eiga afar fáa leiki að baki í efstu deild. Reynslumeiri menn þurfa því að stíga upp.“ „Það er samt góð blanda í liðinu og Fylkisliðið er búið að skora nánast í hverjum einasta leik í vetur. Fylkir er búið að vinna líka góða sigra í vetur á móti FH og KR.“ „Fylkismenn hafa staðið sig á móti Pepsi-deildarliðum en Fylkir verður samt í neðri hlutanum,“ segir Indriði Sigurðsson. Spurt og svaraðgrafvík/gvendurÞað sem við vitum um Fylki er ... að liðið er nánast það sama og féll 2016 og það sama og komst upp 2017. Leikmennirnir eru búnir að spila lengi saman og það sást í fyrra að það vantaði bara smá neista. Albert Brynjar Ingason er framherji sem á heima í Pepsi-deildinni og í liðinu eru ungir og spennandi leikmenn eins og Emil Ásmundsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Það er stemning í Árbænum núna eftir gott tímabil í fyrra þar sem félagið fagnaði 50 ára afmæli sínu og því gæti góð byrjun gert mikið fyrir Fylki.Spurningamerkin eru ... miðvarðaparið og markvörðurinn en í þessum þremur mikilvægu stöðum spila strákar fæddir frá 1996-1998. Aron Snær hefur aldrei spilað leik í efstu deild og þarf heldur betur að aðlagast fljótt ef ekki á illa að fara. Helgi Sigurðsson er einnig á sínu fyrsta ári sem þjálfari í deild þeirra bestu og svo er spurning hver ætlar að taka við markaskorun ef eitthvað kemur fyrir Albert Brynjar. Fylkismenn þurfa svo sjálfir að svara spurningunni hvort þetta lið er of gott fyrir Inkasso-deildina en ekki nógu gott fyrir Pepsi-deildina.Binni bjartsýni og Siggi svartsýniBinni: Það er varla til fastmótaðra lið í Pepsi-deildinni en við, nema kannski Valur og Stjarnan. Það eru breytingar í gangi hjá öðrum liðum, sérstaklega í þessum svokallaða „neðri hluta“ sem allir vilja spá okkur í. Strákarnir voru orðnir ansi daufir þarna undir lokin á Pepsi en í fyrra brast út Fylkishjartað eftir að Helgi Sig mætti og þá fóru mínir menn að spila eins og þeir eiga að sér. Það er alltaf talað um að miðverðirnir Orri og Ari og Aron í markinu séu svo ungir. Á aldrei að tala um hvað þeir eru góðir?! Allir hafa verið í yngri landsliðum og voru geggjaðir á síðustu leiktíð. Pepsi-reynslan í þessu liði er svo meiri en hjá mörgum félögum sem hafa verið nokkur ár núna í efstu deild. Það eru nýir tímar í Árbænum með gervigrasi og léttleikandi fótbolta. Emil Ásmundsson verður svo einn besti leikmaður sumarsins, vitið til.Siggi: Ég veit alveg að breytingar eru ekki alltaf af hinu góða en er ekki alltaf talað um að það þurfi finna byrjunarliðsmenn á markaðnum til að stuða hópinn. Ég sé bara ekkert jákvætt við það að sama lið og féll sé komið upp í Pepsi-deildina. Þetta lið féll úr Pepsi-deild sem var ekki jafnsterk og þessi sem við erum að fara að horfa á í sumar! Við erum með krakka í vörninni og í markinu sem hafa enga reynslu af efstu deild og þjálfara á fyrsta ári á meðal þeirra bestu sem aðalkallinn. Á markaðnum fengum við gaur sem var hættur, varamarkvörð og framherja þegar við þurftum eiginlega minnst á framherja að halda. Breiddin er engin og þó svo við höfum náð einhverjum úrslitum í vetur er það einmitt vegna þess að við erum með svo fastmótað lið. Það skilar sér ekki alltaf inn í sumarið.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Meiri vonbrigði í Fossvoginum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 10. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 18. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Stutt stopp Suðurnesjamanna Íþróttadeild spáir nýliðum Keflavíkur neðsta sæti Pepsi-deildarinnar 2018 og þar með falli aftur niður í Inkasso-deildina. 16. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Komið að því að kveðja Eyjamenn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 11. sæti í Pepsi-deildinni í sumar. 17. apríl 2018 10:00