„Eitthvað fyrir alla“ á nýjum BrewDog-bar við Frakkastíg Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 10:15 Þórhallur Viðarsson, Eyþór Mar Halldórsson og Eggert Gíslason standa að opnun BrewDog-staðarins á Frakkastíg. vísir/vilhelm Hópur reyndra manna úr íslenska veitingageiranum stendur að opnun bars og veitingastaðar undir merkjum BrewDog á næstu mánuðum. Staðurinn verður á tveimur hæðum, í kjallara og jarðhæð nýbyggingar að Frakkastíg 8a í miðbæ Reykjavíkur. Þórhallur Viðarsson, framkvæmdastjóri félagsins sem sér um opnun BrewDog-staðarins í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að mikil spenna ríki um opnun staðarins. Aðstandendur séu nýkomnir inn í húsnæðið og nú taki við töluverð vinna en stefnt er að því að opna staðinn snemmsumars.Eitthvað fyrir alla BrewDog er skoskt brugghús og sérhæfir sig í svokölluðum handverksbjór (e. craft beer) en greint var frá því fyrir skömmu að brugghúsið hygðist opna stað hér á landi. Að sögn Þórhalls verður maturinn á hinum nýja BrewDog-stað á Frakkastíg ekki í aukahlutverki þó að staðurinn sé rekinn undir merkjum brugghússins. „Þetta verður veitingahús með mikla áherslu á bjór, en það verður svosem ekki minni áhersla lögð á eldhúshliðina. Hún tvinnast inn í hitt. Þetta er matur sem fer vel með bjór þó svo að það verði auðvitað annars konar vín á boðstólnum,“ segir Þórhallur.Staðurinn mun opna í nýbyggingu á horni Frakkastígs og Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið sést plastklætt til vinstri á mynd.Vísir/RakelÞá er gert ráð fyrir að viðskiptavinir hafi úr mörgu að velja, geri þeir sér ferð á staðinn þegar hann opnar. „Þetta verður allt frá snakki og smáréttum upp í Wagyu-hamborgara. Svo verður að sjálfsögðu eitthvað grænmetis og vegan líka. Svo verðum við með 20 bjórdælur og flottasta bjórdælukerfi sem sést hefur hér á landi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við verðum með eitthvað fyrir alla.“ Reynsluboltar standa að opnuninni Þórhallur segir fjölbreyttan hóp standa að opnun BrewDog-staðarins. Um sé að ræða reynslubolta úr eldhús- og barbransanum, þ.á.m. Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumann og Róbert Ólafsson eiganda Forréttabarsins. Sjálfur er Þórhallur svo aðildarmaður að félaginu auk fleiri „bjórnörda“ og annarra fjárfesta. Opnun staðarins hefur verið nokkurn tíma í burðarliðnum.Frá Brewdog-bar í Shoreditch-hverfinu í London.Vísir/Getty„Það eru einhverjir mánuðir síðan hjólin fóru að hreyfast en svo er þetta búið að vera hugmynd hjá ákveðnum aðilum lengur. Ég kom inn í ferlið fyrir þremur mánuðum og þá voru þeir búnir að vera með þetta í forvinnu í einhvern tíma.“En af hverju varð BrewDog fyrir valinu?„Þetta er vörumerki sem við þekkjum vel. Ég og fleiri í hópnum höfum margoft sótt þessa staði erlendis sjálf. Okkur þótti vanta svona stað hingað og fannst þetta passa við markaðinn,“ segir Þórhallur. Fyrsti BrewDog-barinn var opnaður í borginni Aberdeen í Skotlandi árið 2010. Síðan þá hafa BrewDog-staðir verið opnaðir víðsvegar um Bretland og síðar á Ítalíu auk Svíþjóðar og Finnlands svo fátt eitt sé nefnt. BrewDog stefnir á að opna 17 nýja bari á árinu en sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Leggja áherslu á eldhúsið Aðspurður segir Þórhallur BrewDog-staðinn á Frakkastíg verða nokkuð frábrugðinn stöðunum úti í löndum. „Ég myndi segja það, við gerum töluvert meira úr eldhúsinu en þeir úti. Þar er „bisnessinn“ nánast bara bjór, þau bjóða kannski upp á hamborgara og slíkt en þetta snýst meira og minna allt um bjórinn. Við spilum örlítið meira úr eldhúsinu, án þess þó að það bitni á bjórnum.“ Hægt er að fylgja væntanlegum BrewDog-stað á Instagram undir nafninu @brewdogreykjavik. Þá stendur yfir leit að fólki með brennandi áhuga á bjór til að starfa á staðnum en hægt er að senda umsókn á netfangið reykjavikbar@brewdog.com. In few weeks time, this angle will show hoppy beers and happy people . . . #brewdogreykjavik #brewdog #workinprogress #thedogiscoming #goodpeopledrinkgoodbeer #craftbeerforthepeople #craftbeer A post shared by BrewDog Reykjavík (@brewdogreykjavik) on Apr 10, 2018 at 10:26am PDT Neytendur Tengdar fréttir BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins. 16. apríl 2018 06:00 Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10 Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hópur reyndra manna úr íslenska veitingageiranum stendur að opnun bars og veitingastaðar undir merkjum BrewDog á næstu mánuðum. Staðurinn verður á tveimur hæðum, í kjallara og jarðhæð nýbyggingar að Frakkastíg 8a í miðbæ Reykjavíkur. Þórhallur Viðarsson, framkvæmdastjóri félagsins sem sér um opnun BrewDog-staðarins í Reykjavík, segir í samtali við Vísi að mikil spenna ríki um opnun staðarins. Aðstandendur séu nýkomnir inn í húsnæðið og nú taki við töluverð vinna en stefnt er að því að opna staðinn snemmsumars.Eitthvað fyrir alla BrewDog er skoskt brugghús og sérhæfir sig í svokölluðum handverksbjór (e. craft beer) en greint var frá því fyrir skömmu að brugghúsið hygðist opna stað hér á landi. Að sögn Þórhalls verður maturinn á hinum nýja BrewDog-stað á Frakkastíg ekki í aukahlutverki þó að staðurinn sé rekinn undir merkjum brugghússins. „Þetta verður veitingahús með mikla áherslu á bjór, en það verður svosem ekki minni áhersla lögð á eldhúshliðina. Hún tvinnast inn í hitt. Þetta er matur sem fer vel með bjór þó svo að það verði auðvitað annars konar vín á boðstólnum,“ segir Þórhallur.Staðurinn mun opna í nýbyggingu á horni Frakkastígs og Hverfisgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið sést plastklætt til vinstri á mynd.Vísir/RakelÞá er gert ráð fyrir að viðskiptavinir hafi úr mörgu að velja, geri þeir sér ferð á staðinn þegar hann opnar. „Þetta verður allt frá snakki og smáréttum upp í Wagyu-hamborgara. Svo verður að sjálfsögðu eitthvað grænmetis og vegan líka. Svo verðum við með 20 bjórdælur og flottasta bjórdælukerfi sem sést hefur hér á landi. Ég held það sé alveg óhætt að segja að við verðum með eitthvað fyrir alla.“ Reynsluboltar standa að opnuninni Þórhallur segir fjölbreyttan hóp standa að opnun BrewDog-staðarins. Um sé að ræða reynslubolta úr eldhús- og barbransanum, þ.á.m. Eyþór Mar Halldórsson matreiðslumann og Róbert Ólafsson eiganda Forréttabarsins. Sjálfur er Þórhallur svo aðildarmaður að félaginu auk fleiri „bjórnörda“ og annarra fjárfesta. Opnun staðarins hefur verið nokkurn tíma í burðarliðnum.Frá Brewdog-bar í Shoreditch-hverfinu í London.Vísir/Getty„Það eru einhverjir mánuðir síðan hjólin fóru að hreyfast en svo er þetta búið að vera hugmynd hjá ákveðnum aðilum lengur. Ég kom inn í ferlið fyrir þremur mánuðum og þá voru þeir búnir að vera með þetta í forvinnu í einhvern tíma.“En af hverju varð BrewDog fyrir valinu?„Þetta er vörumerki sem við þekkjum vel. Ég og fleiri í hópnum höfum margoft sótt þessa staði erlendis sjálf. Okkur þótti vanta svona stað hingað og fannst þetta passa við markaðinn,“ segir Þórhallur. Fyrsti BrewDog-barinn var opnaður í borginni Aberdeen í Skotlandi árið 2010. Síðan þá hafa BrewDog-staðir verið opnaðir víðsvegar um Bretland og síðar á Ítalíu auk Svíþjóðar og Finnlands svo fátt eitt sé nefnt. BrewDog stefnir á að opna 17 nýja bari á árinu en sex verða í Skotlandi, fjórir á Englandi og sjö víða um heim, meðal annars í Reykjavík. Leggja áherslu á eldhúsið Aðspurður segir Þórhallur BrewDog-staðinn á Frakkastíg verða nokkuð frábrugðinn stöðunum úti í löndum. „Ég myndi segja það, við gerum töluvert meira úr eldhúsinu en þeir úti. Þar er „bisnessinn“ nánast bara bjór, þau bjóða kannski upp á hamborgara og slíkt en þetta snýst meira og minna allt um bjórinn. Við spilum örlítið meira úr eldhúsinu, án þess þó að það bitni á bjórnum.“ Hægt er að fylgja væntanlegum BrewDog-stað á Instagram undir nafninu @brewdogreykjavik. Þá stendur yfir leit að fólki með brennandi áhuga á bjór til að starfa á staðnum en hægt er að senda umsókn á netfangið reykjavikbar@brewdog.com. In few weeks time, this angle will show hoppy beers and happy people . . . #brewdogreykjavik #brewdog #workinprogress #thedogiscoming #goodpeopledrinkgoodbeer #craftbeerforthepeople #craftbeer A post shared by BrewDog Reykjavík (@brewdogreykjavik) on Apr 10, 2018 at 10:26am PDT
Neytendur Tengdar fréttir BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins. 16. apríl 2018 06:00 Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10 Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
BrewDog stefnir á að opna bar á Íslandi Eigendur Brewdog tilkynntu fyrir framan 8.000 manns í Aberdeen að þeir ætluðu að opna bar og brugghús í Reykjavík. Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigandi Priksins, fagnar komu risans til landsins. 16. apríl 2018 06:00
Skoskt brugghús vinnur keppni um sterkasta bjórinn Skoska brugghúsið BrewDog hefur sigrað þýskt brugghús í keppni um hvort þeirra geti framleitt sterkasta bjór í heimi. BrewDog hefur nú sett á markaðinn bjór sem er 41% að styrkleika og nefnir hann Sink the Bismarck. 16. febrúar 2010 14:10
Brewdog vill opna Brewdog-bar í Reykjavík Skoska bruggsmiðjan leitar nú að samstarfsaðilum til þess að opna bar í Reykjavík. 25. janúar 2016 13:15