Sport

Vann ÓL-gull en lenti í Nassar: „Velti því fyrir mér hvort að þetta hafi verið þess virði“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
McKayla Maroney með þjálfara sínum á ÓL 2012, Yin Alvarez.
McKayla Maroney með þjálfara sínum á ÓL 2012, Yin Alvarez. Vísir/Getty
McKayla Maroney vann til margra eftirsóttra verðlauna á glæsilegum fimleikaferli sínum en hún var líka eitt af fórnarlömbum læknisins Larry Nassar.

„Stundum velti ég því fyrir mér hvort að hafi verið þess virði miðað við það sem ég þarf að takast á við í dag,“ segir McKayla Maroney í viðtali við Washington Post.

McKayla Maroney varð heimsfræg fyrir frægan svip sem hún setti upp á Ólympíuleikunum í London 2012 en alls vann hún tvenn Ólympíuverðlaun og þrenn gullverðlaun á heimsmeistaramótum á sínum ferli. Maroney varð einnig þrisvar bandarískur meistari.







Viðtalið var það fyrsta sem hún veitir eftir að heimurinn frétti af hryllingssögum ungra fimleikastelpna sem áttu það allar sameiginlegt að hafa lent í klónum á Larry Nassar.

McKayla Maroney er nú 22 ára gömul en hún er enn að glíma við eftirmála þess að hafa verið misnotuð af Larry Nassar sem nýtti sér aðstöðu sína sem læknir bandaríska fimleikasambandsins.





Vísir/Getty
„Ég þurfti að týna upp brotin og það hefur verið mér mjög erfitt. Þetta eru alltaf þrjú skref áfram og tvö til baka,“ sagði Maroney.

Hún vann Ólympíugull með bandaríska fimleikalandsliðinu á á London en fékk sjálf silfur í stökki. Maroney vann tvo heimsmeistaratitla í stökki og einn með liðinu.

„Ég sé samt fyrir mér framtíð þar sem íþróttakonur eru öruggar og að ná árangri. Liðið mitt vann gullverðlaun þrátt fyrir aðgerðarleysi bandaríska fimleiksambandsins, MSU skólans og bandarísku Ólympíunefndarinnar. Þeir byggja ekki upp meistara heldur brjóta þá niður. Við erum samt að breyta því,“ sagði Maroney en það smá sjá allt viðtalið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×