Þolinmæði er lykilorðið okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2018 09:00 Gummi er klár í slaginn. Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska karlalandsliðinu í handbolta í sínum fyrstu leikjum síðan hann tók við liðinu á nýjan leik þegar Ísland tekur þátt í Gullmótinu í Noregi um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í kvöld, þá leikur íslenska liðið á móti Danmörku á laugardaginn og síðan Frakklandi á sunnudaginn. Guðmundur stýrði íslenska liðinu síðast árið 2012, en honum líst vel á landslagið í íslenskum handbolta. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að handboltafólk sýni íslenska liðinu þolinmæði þar sem liðið sé gríðarlega ungt og uppbygging muni taka drjúgan tíma. Það sé hins vegar ríkur efniviður til staðar og íslenska liðið geti hæglega verið komið í fremstu röð eftir þrjú ár. „Mér líst bara mjög vel á hlutina hérna fyrstu dagana. Það er góður andi í hópnum og menn eru að gefa sig alla í verkefnið. Við fórum yfir varnarleikinn á fyrstu æfingunni og á æfingunni daginn þar á eftir fórum við yfir sóknarleikinn. Það er vissulega mikil vinna fram undan, en þetta byrjar vel og leikmenn eru fljótir að meðtaka áherslurnar,“ sagði Guðmundur. „Það verður svo bara að koma í ljós hversu langt þessir ungu og efnilegu leikmenn eru komnir og hvernig þeir standa í samanburði við marga af bestu leikmönnum heims. Eins og ég sagði við HSÍ og á fyrsta blaðamannafundinum þegar ég tók við starfinu þá mun það taka um það bil þrjú ár að koma þessum leikmönnum í fremstu röð.“ Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins síðan Guðmundur var síðast við stjórnvölinn hjá því. Ofan á það fékk Guðjón Valur Sigurðsson frí frá þessu verkefni og Ásgeir Örn Hallgrímsson glímir við meiðsli og er fjarri góðu gamni. Leikmannahópurinn yngdist svo enn frekar þegar sex leikmenn sem Guðmundur hafði valið til þess að leika í Noregi heltust úr lestinni ýmist vegna meiðsla, veikinda eða persónulegra ástæðna. Aron Rafn Eðvarðsson, Theodór Sigurbjörnsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Gústafsson og Ýmir Örn Gíslason voru þeir leikmenn sem drógu sig út úr hópnum. Guðmundur segist hafa breytt hugmyndafræðinni í kringum B-landsliðið, en sá leikmannahópur samanstandi af leikmönnum sem séu að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu.Líklega yngsta lið frá upphafi „Þessi forföll gera ungt lið enn yngra og ég er ekki frá því að þetta sé yngsta landslið í sögunni sem Ísland hefur sent til leiks sem A-landslið í keppnisleiki. Nú sýnir það sig svart á hvítu hversu mikilvægt það er að starfrækja B-landslið. Ég kalla þetta B-landslið, en ekki afrekshóp til þess að undirstrika að þessir leikmenn eru næstir inn í A-landsliðið. Það sýnir sig svo enn frekar þegar ég tek fjóra leikmenn úr B-landsliðinu inn í A-landsliðið þegar forföll verða.“ Guðmundur fékk góða innsýn í starf B-landsliðsins á dögunum þegar hann hafði umsjón með æfingu liðsins. „Ég kom að æfingunum hjá B-landsliðinu í síðustu viku og við erum að fara yfir sömu hluti þar og í A-landsliðinu. Leikmenn eru því meðvitaðir um hvernig við erum að vinna hlutina og þurfa ekki að byrja á núllpunkti þegar þeir koma í A-landsliðið. Það er gríðarlega mikilvægt, ég fæ betri tilfinningu fyrir getu leikmanna og þetta stækkar hóp þeirra sem eru klárir í slaginn í verkefni með A-landsliðinu,“ sagði Guðmundur um samvinnuna á milli A- og B-landsliðanna.Getum komist í hæstu hæðir Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á Gullmótinu, en mótherjar íslenska liðsins eru afar sterkir. Frakkar og Danir léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu í janúar á þessu ári. Frakkar fóru með sigur af hólmi í þeim leik. Þá urðu Norðmenn í sjöunda sæti á því móti. Guðmundur telur mikilvægt að máta sig á móti jafn sterkum þjóðum og íslenska liðið mætir á mótinu til þess að finna út hvar liðið stendur og hvað þurfi að laga til þess að komast nær því að vera á efsta stalli í handboltaheiminum. „Það er ekki sanngjarnt að mínu mati að ætlast til þess að þeir leikmenn sem mynda þennan leikmannahóp séu fullmótaðir og klárir í það að standa fremstu leikmönnum heims á sporði. Ég tel hins vegar að það sé klárlega möguleiki á því að koma þessu liði í hæstu hæðir og þessir leikir eru byrjunin á því verkefni að bæta liðið og þróa leikmenn og spilamennsku liðsins. Við erum að fara að leika gegn þremur af fimm bestu þjóðum heims í handboltanum í dag. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við þær og fróðlegt að meta hvar okkar styrkleikar og veikleikar eru,“ sagði Guðmundur. „Við erum til að mynda með tvo mjög unga nýja miðjumenn, Gísla Þorgeir [Kristjánsson] og Hauk [Þrastarson], það verður til dæmis gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Guðmundur sem er með nýtt lið í höndunum. „Þetta er gjörbreytt lið og þetta hefur verið smá púsluspil vegna skakkafallanna. Ég hef hins vegar verið mjög ánægður með æfingarnar og það hvernig leikmenn eru að nálgast verkefnið. Það er hins vegar ómögulegt að dæma liðið eða meta hversu langt það er komið í alþjóðlegum handbolta. Við verðum að kasta mönnum út í djúpu laugina og láta þá spila við sterka leikmenn til þess. Það munum við gera um komandi helgi og ég er mjög spenntur eins og leikmenn liðsins og allir í kringum liðið. Staðan á íslenska liðinu er allt önnur en þegar ég var með það síðast. Við erum í uppbyggingarfasa þar sem ekki er möguleiki að stytta sér leið. Þetta tekur tíma þar sem þarf að leggja á sig mikla vinnu, en um leið verður þetta mjög skemmtilegur tími sem fram undan er. Þessir ungu leikmenn þurfa að fá að spila um það bil 30 landsleiki til þess að komast á sama stað og reyndari leikmenn liðsins. Þolinmæði verður lykilorðið,“ sagði Guðmundur. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson stýrir íslenska karlalandsliðinu í handbolta í sínum fyrstu leikjum síðan hann tók við liðinu á nýjan leik þegar Ísland tekur þátt í Gullmótinu í Noregi um helgina. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn heimamönnum í kvöld, þá leikur íslenska liðið á móti Danmörku á laugardaginn og síðan Frakklandi á sunnudaginn. Guðmundur stýrði íslenska liðinu síðast árið 2012, en honum líst vel á landslagið í íslenskum handbolta. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að handboltafólk sýni íslenska liðinu þolinmæði þar sem liðið sé gríðarlega ungt og uppbygging muni taka drjúgan tíma. Það sé hins vegar ríkur efniviður til staðar og íslenska liðið geti hæglega verið komið í fremstu röð eftir þrjú ár. „Mér líst bara mjög vel á hlutina hérna fyrstu dagana. Það er góður andi í hópnum og menn eru að gefa sig alla í verkefnið. Við fórum yfir varnarleikinn á fyrstu æfingunni og á æfingunni daginn þar á eftir fórum við yfir sóknarleikinn. Það er vissulega mikil vinna fram undan, en þetta byrjar vel og leikmenn eru fljótir að meðtaka áherslurnar,“ sagði Guðmundur. „Það verður svo bara að koma í ljós hversu langt þessir ungu og efnilegu leikmenn eru komnir og hvernig þeir standa í samanburði við marga af bestu leikmönnum heims. Eins og ég sagði við HSÍ og á fyrsta blaðamannafundinum þegar ég tók við starfinu þá mun það taka um það bil þrjú ár að koma þessum leikmönnum í fremstu röð.“ Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi íslenska liðsins síðan Guðmundur var síðast við stjórnvölinn hjá því. Ofan á það fékk Guðjón Valur Sigurðsson frí frá þessu verkefni og Ásgeir Örn Hallgrímsson glímir við meiðsli og er fjarri góðu gamni. Leikmannahópurinn yngdist svo enn frekar þegar sex leikmenn sem Guðmundur hafði valið til þess að leika í Noregi heltust úr lestinni ýmist vegna meiðsla, veikinda eða persónulegra ástæðna. Aron Rafn Eðvarðsson, Theodór Sigurbjörnsson, Ólafur Andrés Guðmundsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Ólafur Gústafsson og Ýmir Örn Gíslason voru þeir leikmenn sem drógu sig út úr hópnum. Guðmundur segist hafa breytt hugmyndafræðinni í kringum B-landsliðið, en sá leikmannahópur samanstandi af leikmönnum sem séu að banka á dyrnar hjá A-landsliðinu.Líklega yngsta lið frá upphafi „Þessi forföll gera ungt lið enn yngra og ég er ekki frá því að þetta sé yngsta landslið í sögunni sem Ísland hefur sent til leiks sem A-landslið í keppnisleiki. Nú sýnir það sig svart á hvítu hversu mikilvægt það er að starfrækja B-landslið. Ég kalla þetta B-landslið, en ekki afrekshóp til þess að undirstrika að þessir leikmenn eru næstir inn í A-landsliðið. Það sýnir sig svo enn frekar þegar ég tek fjóra leikmenn úr B-landsliðinu inn í A-landsliðið þegar forföll verða.“ Guðmundur fékk góða innsýn í starf B-landsliðsins á dögunum þegar hann hafði umsjón með æfingu liðsins. „Ég kom að æfingunum hjá B-landsliðinu í síðustu viku og við erum að fara yfir sömu hluti þar og í A-landsliðinu. Leikmenn eru því meðvitaðir um hvernig við erum að vinna hlutina og þurfa ekki að byrja á núllpunkti þegar þeir koma í A-landsliðið. Það er gríðarlega mikilvægt, ég fæ betri tilfinningu fyrir getu leikmanna og þetta stækkar hóp þeirra sem eru klárir í slaginn í verkefni með A-landsliðinu,“ sagði Guðmundur um samvinnuna á milli A- og B-landsliðanna.Getum komist í hæstu hæðir Ísland ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á Gullmótinu, en mótherjar íslenska liðsins eru afar sterkir. Frakkar og Danir léku um bronsverðlaun á Evrópumótinu sem fram fór í Króatíu í janúar á þessu ári. Frakkar fóru með sigur af hólmi í þeim leik. Þá urðu Norðmenn í sjöunda sæti á því móti. Guðmundur telur mikilvægt að máta sig á móti jafn sterkum þjóðum og íslenska liðið mætir á mótinu til þess að finna út hvar liðið stendur og hvað þurfi að laga til þess að komast nær því að vera á efsta stalli í handboltaheiminum. „Það er ekki sanngjarnt að mínu mati að ætlast til þess að þeir leikmenn sem mynda þennan leikmannahóp séu fullmótaðir og klárir í það að standa fremstu leikmönnum heims á sporði. Ég tel hins vegar að það sé klárlega möguleiki á því að koma þessu liði í hæstu hæðir og þessir leikir eru byrjunin á því verkefni að bæta liðið og þróa leikmenn og spilamennsku liðsins. Við erum að fara að leika gegn þremur af fimm bestu þjóðum heims í handboltanum í dag. Það verður spennandi að sjá hvar við stöndum í samanburði við þær og fróðlegt að meta hvar okkar styrkleikar og veikleikar eru,“ sagði Guðmundur. „Við erum til að mynda með tvo mjög unga nýja miðjumenn, Gísla Þorgeir [Kristjánsson] og Hauk [Þrastarson], það verður til dæmis gaman að sjá hvernig þeir standa sig,“ sagði Guðmundur sem er með nýtt lið í höndunum. „Þetta er gjörbreytt lið og þetta hefur verið smá púsluspil vegna skakkafallanna. Ég hef hins vegar verið mjög ánægður með æfingarnar og það hvernig leikmenn eru að nálgast verkefnið. Það er hins vegar ómögulegt að dæma liðið eða meta hversu langt það er komið í alþjóðlegum handbolta. Við verðum að kasta mönnum út í djúpu laugina og láta þá spila við sterka leikmenn til þess. Það munum við gera um komandi helgi og ég er mjög spenntur eins og leikmenn liðsins og allir í kringum liðið. Staðan á íslenska liðinu er allt önnur en þegar ég var með það síðast. Við erum í uppbyggingarfasa þar sem ekki er möguleiki að stytta sér leið. Þetta tekur tíma þar sem þarf að leggja á sig mikla vinnu, en um leið verður þetta mjög skemmtilegur tími sem fram undan er. Þessir ungu leikmenn þurfa að fá að spila um það bil 30 landsleiki til þess að komast á sama stað og reyndari leikmenn liðsins. Þolinmæði verður lykilorðið,“ sagði Guðmundur.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Sjá meira