Viðskipti innlent

Valitor varar enn við svikapóstum

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki.
Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstana ekki. Vísir/Stefán
Valitor vill ítreka viðvörun sína við svikapóstum sem sendir hafa verið til almennings í nafni Valitor. Slíkir póstar hafa borist almenningi undanfarið og þá síðast í dag. Í tölvupóstinum er fölsk tilkynning um að korti viðkomandi hafi verið lokað og til þess að opna það að nýju þurfi að gefa upp kortaupplýsingar.

Fólk er beðið um að opna hvorki tölvupóstana né smella á hlekki sem eru í póstinum. Valitor biðji aldrei um kortaupplýsingar í pósti. Hafi einhverjir opnað slíkan póst er viðkomandi bent á að hafa samband við þjónustuver.

Eins kemur fram í tilkynningu frá Valitor að fyrirtækið hafi ekki orðið tölvuárás heldur sé einungis um að ræða svikapósta.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×