Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir skiltastelpur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 22:30 Lewis Hamilton vill fá stelpur til þess að fylgja sér úr bílnum og upp á verðlaunapall vísir/getty Fyrir tímabilið sem er nýhafið í Formúlu 1 var tilkynnt um þá ákvörðun að hætta með svokallaðar skiltastelpur í íþróttinni. Ákvörðunin hefur fengið misjafnar undirtektir. Stelpurnar gengdu því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti þeim ökuþórum sem komast á verðlaunapall.Vísir greindi frá því í morgun að Rússar ætluðu að fara á móti þessari ákvörðun og hafa skiltastelpur í kappakstrinum í Sotsjí í september. Nú hafa forráðamenn kappakstursins í Mónakó gefið í skyn að þeir ætli líka að endurvekja skiltastelpurnar. Kappaskturinn í Mónakó fer fram í lok maí og fari svo að það verði skiltastelpur þar er mjög líklegt að Rússarnir standi við orð sín í september. Margir ökuþóranna í Formúlu 1 voru ósáttir við ákvörðunina um að hætta með skiltastelpurnar og var Lewis Hamilton greinilega þeirra á meðal. Þegar fréttir bárust af því í dag að stelpurnar gætu snúið aftur í Mónakó tók hann skjáskot af einni slíkri frétt og setti á Instagram aðgang sinn og skrifaði við hana „Takk Jesús.“ Hamilton var fljótur að eyða myndinni af samfélagsmiðlinum.Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir endurkomu stelpnannamynd/bbc Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrir tímabilið sem er nýhafið í Formúlu 1 var tilkynnt um þá ákvörðun að hætta með svokallaðar skiltastelpur í íþróttinni. Ákvörðunin hefur fengið misjafnar undirtektir. Stelpurnar gengdu því hlutverki að halda uppi skilti með númeri hvers keppanda og taka á móti þeim ökuþórum sem komast á verðlaunapall.Vísir greindi frá því í morgun að Rússar ætluðu að fara á móti þessari ákvörðun og hafa skiltastelpur í kappakstrinum í Sotsjí í september. Nú hafa forráðamenn kappakstursins í Mónakó gefið í skyn að þeir ætli líka að endurvekja skiltastelpurnar. Kappaskturinn í Mónakó fer fram í lok maí og fari svo að það verði skiltastelpur þar er mjög líklegt að Rússarnir standi við orð sín í september. Margir ökuþóranna í Formúlu 1 voru ósáttir við ákvörðunina um að hætta með skiltastelpurnar og var Lewis Hamilton greinilega þeirra á meðal. Þegar fréttir bárust af því í dag að stelpurnar gætu snúið aftur í Mónakó tók hann skjáskot af einni slíkri frétt og setti á Instagram aðgang sinn og skrifaði við hana „Takk Jesús.“ Hamilton var fljótur að eyða myndinni af samfélagsmiðlinum.Hamilton þakkar æðri máttarvöldum fyrir endurkomu stelpnannamynd/bbc
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira