Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 23:41 Það munaði ekki miklu að Tiger sæti eftir með súrt ennið Vísir/Getty Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. Woods fór fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og lék annan hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari og því munaði aðeins tveimur höggum að Tiger væri úr leik.Tiger Woods is T40 at #theMasters through two rounds. He'll make the cut, but he's currently 14 shots back. pic.twitter.com/vVrd81z2Fm — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Bandaríkjamaðurinn Reed er með tveggja högga forystu á toppnum eftir að hafa farið annan hringinn á sex höggum undir pari. Hann er samtals á níu höggum undir pari. Með spilamennsku sinni í dag náði Reed besta skori á 36 holum í sögu Mastersmótsins. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, lauk leik í dag á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum undir pari, líkt og Norður-írinn Rory McIlroy.Watch @McIlroyRory's second round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/JBRKhixO56 — Masters Tournament (@TheMasters) April 6, 2018 Marc Leishman frá Ástralíu er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Hann fór hringinn í dag á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson er á fimm undir pari í þriðja sæti. Bubba Watson hefur lent í nokkrum vandræðum á fyrstu hringjunum tveimur, hann var á höggi yfir pari eftir fyrsta hring. Hann náði að vinna sig aðeins upp listann í dag og fór hringinn á þremur höggum undir pari og kláraði því á tveimur höggum undir jafn í níunda sæti.How about this swing from @BubbaWatson? Another gem from the pine straw at #theMasterspic.twitter.com/QOxr3HLEJA — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Ríkjandi meistari Sergio Garcia komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann varð í 85.-86. sæti af 87. keppendum á 16 höggum yfir pari. Hræðileg 15. hola í gær þar sem hann fór á 13 höggum gerði útslagið fyrir Garcia á mótinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni annað kvöld.Two rounds down. Two rounds to go. 1. Reed, -9 2. Leishman, -7 3. Stenson, -5 4. McIlroy, -4 4. Spieth 6. D. Johnson, -3 6. Thomas 8. Finau, -2 8. Fowler 8. Oosthuizen 8. Rose 8. Watson 8. Hoffman#theMasters leaderboard: https://t.co/Vr116aTp7ipic.twitter.com/8YQaMbsoaG — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. Woods fór fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og lék annan hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari og því munaði aðeins tveimur höggum að Tiger væri úr leik.Tiger Woods is T40 at #theMasters through two rounds. He'll make the cut, but he's currently 14 shots back. pic.twitter.com/vVrd81z2Fm — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Bandaríkjamaðurinn Reed er með tveggja högga forystu á toppnum eftir að hafa farið annan hringinn á sex höggum undir pari. Hann er samtals á níu höggum undir pari. Með spilamennsku sinni í dag náði Reed besta skori á 36 holum í sögu Mastersmótsins. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, lauk leik í dag á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum undir pari, líkt og Norður-írinn Rory McIlroy.Watch @McIlroyRory's second round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/JBRKhixO56 — Masters Tournament (@TheMasters) April 6, 2018 Marc Leishman frá Ástralíu er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Hann fór hringinn í dag á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson er á fimm undir pari í þriðja sæti. Bubba Watson hefur lent í nokkrum vandræðum á fyrstu hringjunum tveimur, hann var á höggi yfir pari eftir fyrsta hring. Hann náði að vinna sig aðeins upp listann í dag og fór hringinn á þremur höggum undir pari og kláraði því á tveimur höggum undir jafn í níunda sæti.How about this swing from @BubbaWatson? Another gem from the pine straw at #theMasterspic.twitter.com/QOxr3HLEJA — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Ríkjandi meistari Sergio Garcia komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann varð í 85.-86. sæti af 87. keppendum á 16 höggum yfir pari. Hræðileg 15. hola í gær þar sem hann fór á 13 höggum gerði útslagið fyrir Garcia á mótinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni annað kvöld.Two rounds down. Two rounds to go. 1. Reed, -9 2. Leishman, -7 3. Stenson, -5 4. McIlroy, -4 4. Spieth 6. D. Johnson, -3 6. Thomas 8. Finau, -2 8. Fowler 8. Oosthuizen 8. Rose 8. Watson 8. Hoffman#theMasters leaderboard: https://t.co/Vr116aTp7ipic.twitter.com/8YQaMbsoaG — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira