Tiger slapp í gegnum niðurskurðinn │ Reed leiðir Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2018 23:41 Það munaði ekki miklu að Tiger sæti eftir með súrt ennið Vísir/Getty Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. Woods fór fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og lék annan hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari og því munaði aðeins tveimur höggum að Tiger væri úr leik.Tiger Woods is T40 at #theMasters through two rounds. He'll make the cut, but he's currently 14 shots back. pic.twitter.com/vVrd81z2Fm — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Bandaríkjamaðurinn Reed er með tveggja högga forystu á toppnum eftir að hafa farið annan hringinn á sex höggum undir pari. Hann er samtals á níu höggum undir pari. Með spilamennsku sinni í dag náði Reed besta skori á 36 holum í sögu Mastersmótsins. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, lauk leik í dag á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum undir pari, líkt og Norður-írinn Rory McIlroy.Watch @McIlroyRory's second round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/JBRKhixO56 — Masters Tournament (@TheMasters) April 6, 2018 Marc Leishman frá Ástralíu er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Hann fór hringinn í dag á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson er á fimm undir pari í þriðja sæti. Bubba Watson hefur lent í nokkrum vandræðum á fyrstu hringjunum tveimur, hann var á höggi yfir pari eftir fyrsta hring. Hann náði að vinna sig aðeins upp listann í dag og fór hringinn á þremur höggum undir pari og kláraði því á tveimur höggum undir jafn í níunda sæti.How about this swing from @BubbaWatson? Another gem from the pine straw at #theMasterspic.twitter.com/QOxr3HLEJA — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Ríkjandi meistari Sergio Garcia komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann varð í 85.-86. sæti af 87. keppendum á 16 höggum yfir pari. Hræðileg 15. hola í gær þar sem hann fór á 13 höggum gerði útslagið fyrir Garcia á mótinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni annað kvöld.Two rounds down. Two rounds to go. 1. Reed, -9 2. Leishman, -7 3. Stenson, -5 4. McIlroy, -4 4. Spieth 6. D. Johnson, -3 6. Thomas 8. Finau, -2 8. Fowler 8. Oosthuizen 8. Rose 8. Watson 8. Hoffman#theMasters leaderboard: https://t.co/Vr116aTp7ipic.twitter.com/8YQaMbsoaG — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurðinn á Mastersmótinu í golfi í kvöld. Patrick Reed leiðir mótið á níu höggum undir pari. Woods fór fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og lék annan hringinn í dag á þremur höggum yfir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Niðurskurðarlínan var við fimm högg yfir pari og því munaði aðeins tveimur höggum að Tiger væri úr leik.Tiger Woods is T40 at #theMasters through two rounds. He'll make the cut, but he's currently 14 shots back. pic.twitter.com/vVrd81z2Fm — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Bandaríkjamaðurinn Reed er með tveggja högga forystu á toppnum eftir að hafa farið annan hringinn á sex höggum undir pari. Hann er samtals á níu höggum undir pari. Með spilamennsku sinni í dag náði Reed besta skori á 36 holum í sögu Mastersmótsins. Jordan Spieth, sem leiddi mótið í byrjun annars keppnisdags, lauk leik í dag á tveimur höggum yfir pari og er samtals á fjórum höggum undir pari, líkt og Norður-írinn Rory McIlroy.Watch @McIlroyRory's second round in under three minutes. #themasterspic.twitter.com/JBRKhixO56 — Masters Tournament (@TheMasters) April 6, 2018 Marc Leishman frá Ástralíu er í öðru sæti á sjö höggum undir pari. Hann fór hringinn í dag á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari. Svíinn Henrik Stenson er á fimm undir pari í þriðja sæti. Bubba Watson hefur lent í nokkrum vandræðum á fyrstu hringjunum tveimur, hann var á höggi yfir pari eftir fyrsta hring. Hann náði að vinna sig aðeins upp listann í dag og fór hringinn á þremur höggum undir pari og kláraði því á tveimur höggum undir jafn í níunda sæti.How about this swing from @BubbaWatson? Another gem from the pine straw at #theMasterspic.twitter.com/QOxr3HLEJA — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018 Ríkjandi meistari Sergio Garcia komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann varð í 85.-86. sæti af 87. keppendum á 16 höggum yfir pari. Hræðileg 15. hola í gær þar sem hann fór á 13 höggum gerði útslagið fyrir Garcia á mótinu. Bein útsending frá þriðja keppnisdegi hefst klukkan 19:00 á Golfstöðinni annað kvöld.Two rounds down. Two rounds to go. 1. Reed, -9 2. Leishman, -7 3. Stenson, -5 4. McIlroy, -4 4. Spieth 6. D. Johnson, -3 6. Thomas 8. Finau, -2 8. Fowler 8. Oosthuizen 8. Rose 8. Watson 8. Hoffman#theMasters leaderboard: https://t.co/Vr116aTp7ipic.twitter.com/8YQaMbsoaG — PGA TOUR (@PGATOUR) April 6, 2018
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira