Fjölga þarf leikskólastarfsfólki um 170 á næstu árum: „Vel viðráðanlegt“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2018 18:30 Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“ Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Aðgerðaáætlun borgarinnar um uppbyggingu leikskóla, nýrra deilda og ungbarnadeilda krefst þess að fjölga þarf starfsfólki um 30-40 á hverju ári næstu fjögur til sex ár en gífurleg mannekla hefur hrjáð leikskólastarf síðustu ár. „Vandinn hefur verið mannekla og við höfum verið að klást við hana. Við höfum náð góðum árangri í vetur. Nú er sá tími liðinn að við séum í árlegu mannekluátaki, nú verður þetta viðvarandi verkefni,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og að byggt sé á tillögum sem unnar eru í samstarfi við Félag leikskólakennara og starfsfólk, með það að markmiði að bæta aðbúnað barna og vinnuskilyrði starfsfólks. „Við sjáum að þessi sókn í leikskólamálum þýðir að við þurfum að fjölga starfsfólki um 30-40 á ári, við viljum styðja við að fleiri fari í leikskólanámið og að þetta verði eftirsóttir starfsstaðir.“ Dagur er bjartsýnn á að hægt verði að manna nýjar deildir og leikskóla en um er að ræða 750-800 ný leikskólapláss. „Okkur hefur tekist að fjölga um 120 starfsmenn á síðustu sex mánuðum. Við þurfum að fjölga um rúmlega 170 á næstu 4-6 árum og ég tel það vel viðráðanlegt verkefni,“ segir Dagur.Snýst ekki um kosningar En af hverju var ekki ráðist í þessar aðgerðir fyrr? Er þetta kannski stóra kosningaloforðið?„Þetta er mjög mikilvægt mál og ég vonast til að í aðdraganda borgarstjórnarkosninga munu allir flokkar skuldbinda sig til að fylgja þessum áætlunum eftir. En ástæðan fyrir að þetta kemur núna en ekki í haust er að þá vorum við í miðjum mannekluaðgerðum og við vildum sjá fram úr því áður en við treystum okkur til að stíga næstu skref varðandi uppbygginguna,“ segir Dagur og minnir á að undirbúningur tillagnanna hafi staðið yfir síðastliðið ár. „Þetta er sá tími sem það tók að undirbúa þetta vel en núna er þetta loksins komið.“
Tengdar fréttir Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Borgin grípur til aðgerða í leikskólamálum Reykjavíkurborg hyggst brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla á næstu árum samkvæmt aðgerðaáætlun sem kynnt var í borgarráði í morgun. Til þess þarf að fjölga leikskólaplássum um 750-800. 22. mars 2018 14:11