Körfubolti

Tröllatroðsla Kristófers yfir Ragga Nat

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristófer Acox, leikmaður KR, sýndi ótrúleg tilþrif í leik liðsins gegn Njarðvík í þriðja leik 8-liða liðanna Dominos-deildar karla í kvöld. KR getur sópað Njarðvík úr keppni með sigri.

Darri Hilmarsson tók frákast eftir sitt eigið skot, gaf boltann til Kristófers sem gerði sér lítið fyrir og tróð yfir Ragnar Nathanaelsson.

„Vaaaaáááá. Kristófer Acox hamraði knettinum í körfuna yfir Ragnar Nat.! Það heldur betur kveikti í áhorfendum og svo rataði þristur heim frá JAS. Það gengur mjög vel hjá KR þessa stundina og Njarðvík tekur leikhlé," skrifaði blaðamaður Vísis um atvikið.

Ragnar er enginn smá smíði en hann er tæplega tveir metrar og tuttugu sentímetrar. Kristófer hefur verið að spila frábærlega, sér í lagi, eftir áramót og tróð meðal annars fimm sinnum gegn Grindavík ekki fyrir alls löngu.

Troðsluna rosalegu má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni en hægt er að fylgjast með leik KR og Njarðvíkur hér. Eins og áður segir fer Njarðvík í sumarfrí tapi liðið í Vesturbænum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×