Nýtt glæsihótel rammar inn gamla Geysisskólann Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2018 21:30 Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Í baksýn má sjá minnisvarðann um íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal en smíðin er sú stærsta í sögu ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónusta er rótgróin á Geysi. Hótelið sem nú er að rísa slær þó allt annað út.Grafísk mynd af nýja Hótel Geysi.Mynd/Hótel Geysir.Það eru Geysissystkinin Mábil og Sigurður Másbörn sem standa að verkinu en fullbúin verður byggingin samtals níuþúsund fermetrar að stærð. Stefnt er að því að hótelið klárist fyrir árslok en veitingasalir verða teknir í notkun í sumar. „Hérna er verið að reisa 77 herbergja lúxushótel, - svona fjögurra stjörnu plús,” segir Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Hann segir að veitingasalirnir leysi af gamla hótelið, sem var rifið niður í haust. Stefnt sé að því að gestir borði í nýju sölunum um miðjan júní.Gömul mynd af hótelinu og íþróttaskólanum.Mynd/Hótel Geysir.Hér verða stærri veitingasalir en menn hafa áður séð í héraðinu; þrír salir sem taka samtals áttahundruð gesti í sæti og sá stærsti fyrir 400 manns. Fjöldi manns kemur að smíðinni, eða um eða yfir þrjátíu manns, þar með taldir pípulagningamenn, rafvirkjar, verkamenn og smiðir, að sögn Sigurgeirs. Stytta af glímuköppum við hótelið er minnisvarði um frægan íþróttaskóla sem Sigurður Greipsson rak á Geysi á árunum 1927 til 1971. Það eru einmitt barnabörn hans sem reisa hótelið.Íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar starfaði á Geysi á árunum 1927 til 1971.Mynd/Hótel Geysir.„Merkinu verður haldið mjög vel á lofti vegna þess að inni í miðjunni á þessari byggingu stendur gamli íþróttaskólinn óhreyfður, sem var byggður um 1945. Þannig að honum verður gert hátt undir höfði og hann verður þarna í óbreyttri mynd og í raun verður gerður eins og hann var í upphafi. Þannig að það verður haldið í gömlu hlutina,” segir yfirsmiðurinn.Gamli íþróttasalurinn verður inni í nýja hótelinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nánar verður fjallað um uppbygginguna í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en þátturinn verður um nærsveitir Gullfoss og Geysis, gullna hringinn, sem orðinn er eitt mesta vaxtarsvæði landsins.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Nýtt lúxushótel með veitingasölum fyrir áttahundruð gesti rís nú við Geysi í Haukadal en smíðin er sú stærsta í sögu ferðaþjónustu í uppsveitum Árnessýslu. Gamli íþróttaskólinn á Geysi verður rammaður inn í hótelið. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Ferðaþjónusta er rótgróin á Geysi. Hótelið sem nú er að rísa slær þó allt annað út.Grafísk mynd af nýja Hótel Geysi.Mynd/Hótel Geysir.Það eru Geysissystkinin Mábil og Sigurður Másbörn sem standa að verkinu en fullbúin verður byggingin samtals níuþúsund fermetrar að stærð. Stefnt er að því að hótelið klárist fyrir árslok en veitingasalir verða teknir í notkun í sumar. „Hérna er verið að reisa 77 herbergja lúxushótel, - svona fjögurra stjörnu plús,” segir Sigurgeir Kristmannsson yfirsmiður. Hann segir að veitingasalirnir leysi af gamla hótelið, sem var rifið niður í haust. Stefnt sé að því að gestir borði í nýju sölunum um miðjan júní.Gömul mynd af hótelinu og íþróttaskólanum.Mynd/Hótel Geysir.Hér verða stærri veitingasalir en menn hafa áður séð í héraðinu; þrír salir sem taka samtals áttahundruð gesti í sæti og sá stærsti fyrir 400 manns. Fjöldi manns kemur að smíðinni, eða um eða yfir þrjátíu manns, þar með taldir pípulagningamenn, rafvirkjar, verkamenn og smiðir, að sögn Sigurgeirs. Stytta af glímuköppum við hótelið er minnisvarði um frægan íþróttaskóla sem Sigurður Greipsson rak á Geysi á árunum 1927 til 1971. Það eru einmitt barnabörn hans sem reisa hótelið.Íþróttaskóli Sigurðar Greipssonar starfaði á Geysi á árunum 1927 til 1971.Mynd/Hótel Geysir.„Merkinu verður haldið mjög vel á lofti vegna þess að inni í miðjunni á þessari byggingu stendur gamli íþróttaskólinn óhreyfður, sem var byggður um 1945. Þannig að honum verður gert hátt undir höfði og hann verður þarna í óbreyttri mynd og í raun verður gerður eins og hann var í upphafi. Þannig að það verður haldið í gömlu hlutina,” segir yfirsmiðurinn.Gamli íþróttasalurinn verður inni í nýja hótelinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nánar verður fjallað um uppbygginguna í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld en þátturinn verður um nærsveitir Gullfoss og Geysis, gullna hringinn, sem orðinn er eitt mesta vaxtarsvæði landsins.Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Um land allt Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira