Innlent

Hollvinasamtök leggja fram kæru

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina.
Ragnheiður Elín Árnadóttir fer fyrir Keflvíkingum sem vilja varðveita gömlu Sundhöllina. vísir/GVA
„Ég gat ekki merkt annað en stofnunin sé sammála okkur um nauðsyn þess að kanna til hlítar varðveislugildi hússins,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur, um fund sem samtökin voru boðuð á hjá Minjastofnun í síðustu viku. Ragnheiður segir stofnunina ítrekað hafa lýst þeirri skoðun að Sundhöllin hafi bæði menningar- og byggingasögulegt gildi.

Sjá einnig: Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum

Eftir að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ samþykktu deiliskipulag fyrir Sundhallarreitinn var málinu vísað til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Aðspurð um næstu skref segir Ragnheiður Minjastofnun geta komið athugasemdum til Skipulagsstofnunar. „Við munum gera það líka og erum einnig að undirbúa kæru vegna vanhæfis við afgreiðslu málsins hjá bæjaryfirvöldum.“




Tengdar fréttir

Atkvæðið frá frænku eigandans réð úrslitum

Ákvörðun hefur verið tekin um nýtt deiliskipulag fyrir lóðina þar sem Sundhöllin í Keflavík stendur. Fyrrverandi ráðherra hefur mótmælt áformum um að rífa húsið. Atkvæði frænku eiganda lóðarinnar réð úrslitum. Minjastofnun hefur ákveðið að beita sér ekki fyrir friðlýsingu hússins. Bærinn ákveði framtíð þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×