Segir þolinmæðina á þrotum gagnvart Putin Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 12:03 Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands. Vísir/AFP Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það. Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir heiminn standa við bakið á Bretlandi í deilum þeirra við Rússa og að þolinmæðin væri á þrotum gagnvart Vladimir Putin, forseta Rússlands. Bretar hafa sakað Rússa um að hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara, sem sveik Rússland og starfaði með Bretum, með taugaeitri í Bretlandi. Rússinn, Sergei Skripal, og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina sem gerð var þann 4. mars. Rússar segjast ekki hafa komið að árásinni á nokkurn hátt og saka Breta um „herferð“ gegn Rússlandi. Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hafa lýst yfir stuðningi við niðurstöðu Breta um að Rússar hafi komið að árásinni og ákváðu að grípa til refsiaðgerða vegna málsins. Þar að auki hefur ríkisstjórn Donald Trump lýst yfir stuðningi við Breta og Trump er sagður íhuga að vísa rússneskum erindrekum úr landi . Williamson, sem staddur er í Eistlandi, sagði samstöðuna til marks um það að þolinmæði gagnvart Putin væri á þrotum. Hann sagði ríkisstjórn Putin hafa reynt að reka fleyg á milli ríkja Evrópu og Atlantshafsbandalagsins og að núverandi samstaða ríkjanna ætti að senda forsetanum rússneska skýr skilaboð.Samkvæmt frétt BBC hafa sendiherrar Rússlands víða um Evrópu verið kallaðir á teppið og er talið að erindrekar verði víða sendir heim til Rússlands. Von er á yfirlýsingum um málið í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á föstudaginn að líklegast myndu ekki öll ríki ESB vísa rússneskum erindrekum úr landi en ljóst væri að einhverjir myndu gera það.
Eistland Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45 Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34 Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15 Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00 Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Segja ummæli Boris viðurstyggð Rússneskir stjórnmálamenn eru æfir yfir samlíkingum Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, á HM í Rússlandi við Ólympíuleikana í Þýskalandi nasismans árið 1936 22. mars 2018 18:45
Trump íhugar að vísa rússneskum erindrekum úr landi Donald Trump íhugar að grípa til aðgerða til að sýna Bretum samstöðu í verki vegna taugaeiturárásarinnar 25. mars 2018 22:34
Novichok í höndum rússneskra gengja Rússneskur miðill, gagnrýninn á ríkisstjórnina, segir taugaeitrið sem notað var á Sergei Skrípal í höndum glæpagengja. Magnið sé nægilegt til að drepa hundruð. 24. mars 2018 07:15
Mögulega með heilaskaða Sergei Skrípal, fyrrverandi gagnnjósnari, og Júlía dóttir hans eru mögulega með heilaskaða eftir að ráðist var á þau með svokölluðu novichok-taugaeitri í Salisbury fyrr í mánuðinum. 23. mars 2018 06:00
Sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu kallaður heim til ráðagerða Ástæðurnar eru ásakanir á hendur rússneskum stjórnvöldum að þau hafi staðið að eiturefnaárásinni sem gerð var á gagnnjósnarann Sergei Skripal og dóttur hans á Englandi. 23. mars 2018 08:39