Óumflýjanlegur sigur Sisi í forsetakosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. mars 2018 08:00 Egyptar fjölmenntu á kjörstaði í gær undir vökulu auga forsetans. Vísir/Getty Forsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. Nær ómögulegt er að Abdul Fattah al-Sisi forseta takist að tapa en trúverðugir andstæðingar forsetans hafa annaðhvort dregið framboð sín til baka eða þeim verið meinað að taka þátt. Búist er við því að niðurstöður kosninganna verði ekki kynntar fyrr en 2. apríl. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða fer önnur umferð kosninga fram 24. til 26. apríl. Það þykir hins vegar ólíklegt í ljósi afar sterkrar stöðu Sisi og þar sem frambjóðendurnir eru einungis tveir. Sisi forseti er annar frambjóðenda. Hann var áður hermaður og gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Mohameds Morsi á árunum 2012 og 2013. Í júlí 2013 fór Sisi svo fyrir valdaráni hersins og steypti Morsi og flokki hans, Bræðralagi múslima, af stóli. Bræðralagið var svo bannað og meðlimir þess teknir af lífi í hundraðatali. Í dag flokka ríkisstjórnir Bareins, Egyptalands, Rússlands, Sýrlands, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna Bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.Abdul Fattah al-Sisi þarf að bíða í næstum viku í viðbót áður en hann getur fagnað sigri.Vísir/AFPSisi bauð sig fram til forseta 2014 gegn Hamdeen Sabahi og fékk 97 prósent atkvæða. Allar götur síðan hefur staða hans verið sterk og nýtur hann stuðnings rúmlega 500 þingmanna í forsetakosningum þessa árs. Alls eru þingmennirnir 596. Framboð Sisi kemur fæstum á óvart en spurningarmerki hafa verið sett við framboð andstæðingsins, Moussa Mustafa Moussa. Sá bauð sig fram á síðustu stundu eftir að hafa safnað undirskriftum fyrir framboð Sisi. Moussa nýtur stuðnings Ghad-flokksins, sem á engin sæti á egypska þinginu, og nokkurra ættbálkahöfðingja. Þegar einkarekna sjónvarpsstöðin CBC spurði Moussa í febrúar um hvort hann vildi sjónvarpskappræður svaraði frambjóðandinn: „Ég er raunsær maður. Ég veit að kappræður yrðu tilgangslausar fyrir mig. Ég hef engin afrek unnið.“ Ríkismiðlar og aðrir fjölmiðlar, hliðhollir Sisi, hafa veitt framboði Moussa mikla athygli og fjallað um það líkt og um venjulegt, alvarlegt forsetaframboð sé að ræða. Hins vegar hafa stjórnarandstæðingar, bæði úr hinu bannaða Bræðralagi múslima sem og aktívistar og stjórnarandstæðingar á samfélagsmiðlum, haldið því fram að Moussa sé í raun leiksoppur Sisi. Hann sé einungis í framboði til að láta kosningarnar líta trúverðuglega út.Sá trúverðugleiki hefur einna helst verið dreginn í efa í ljósi þess að helstu andstæðingar Sisi hafa ekki fengið að bjóða sig fram. Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Khaled Ali þurfti að draga framboð sitt til baka í janúar vegna meintra brota við söfnun undirskrifta. Þá hafa yfirvöld höfðað mál gegn Ali og er hann sakaður um óspektir og „dónalegar handabendingar“ þegar hann fagnaði sigri í máli sem hann vann fyrir dómstólum og snerist um að ekki ætti að afhenda Sádi-Arabíu tvær eyjar í Rauðahafi. Hefur Ali sagt málið pólitísks eðlis, hann hafi einungis verið ákærður eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Verði hann sakfelldur mun hann ekki geta boðið sig fram aftur. Annar stjórnarandstæðingur, sem þótti líklegur til afreka, er fyrrverandi starfsmannastjóri hersins, Sami Anan. Eftir að hann tilkynnti um framboð sitt var hann handtekinn, sakaður um að hafa brotið reglur hersins með því að fá ekki samþykki hersins fyrir framboði sínu. Og listinn er ekki tæmdur. Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í nóvember. Hann dró það hins vegar til baka eftir að hafa, samkvæmt stjórnarandstöðumiðlum, verið haldið gegn vilja sínum í hótelherbergi í Kaíró í mánuð. Fjórði frambjóðandinn sem þótti líklegur til afreka, Al-Sayed al-Badawi, formaður hins frjálslynda Al-Wafd-flokks, tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar meinaði flokkur hans honum að fara í framboð á þeim grundvelli að það myndi skaða orðspor flokksins. Vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa ekki fengið að bjóða sig fram og vegna alvarlegra takmarkana á fjölmiðlafrelsi hefur verið hvatt til sniðgöngu á kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðishreyfingin, fjöldi mannréttindabaráttusamtaka og hið bannaða Bræðralag múslima eru á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsetakosningarnar. Þá hafa fyrrverandi forsetaframbjóðendur og þekktir stjórnarandstæðingar hvatt sem flesta til að mæta ekki á kjörstað. Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Forsetakosningar í Egyptalandi hófust í gær en Egyptum gefst einnig kostur á að greiða atkvæði í dag og á morgun. Nær ómögulegt er að Abdul Fattah al-Sisi forseta takist að tapa en trúverðugir andstæðingar forsetans hafa annaðhvort dregið framboð sín til baka eða þeim verið meinað að taka þátt. Búist er við því að niðurstöður kosninganna verði ekki kynntar fyrr en 2. apríl. Ef enginn frambjóðandi fær meirihluta atkvæða fer önnur umferð kosninga fram 24. til 26. apríl. Það þykir hins vegar ólíklegt í ljósi afar sterkrar stöðu Sisi og þar sem frambjóðendurnir eru einungis tveir. Sisi forseti er annar frambjóðenda. Hann var áður hermaður og gegndi embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Mohameds Morsi á árunum 2012 og 2013. Í júlí 2013 fór Sisi svo fyrir valdaráni hersins og steypti Morsi og flokki hans, Bræðralagi múslima, af stóli. Bræðralagið var svo bannað og meðlimir þess teknir af lífi í hundraðatali. Í dag flokka ríkisstjórnir Bareins, Egyptalands, Rússlands, Sýrlands, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna Bræðralagið sem hryðjuverkasamtök.Abdul Fattah al-Sisi þarf að bíða í næstum viku í viðbót áður en hann getur fagnað sigri.Vísir/AFPSisi bauð sig fram til forseta 2014 gegn Hamdeen Sabahi og fékk 97 prósent atkvæða. Allar götur síðan hefur staða hans verið sterk og nýtur hann stuðnings rúmlega 500 þingmanna í forsetakosningum þessa árs. Alls eru þingmennirnir 596. Framboð Sisi kemur fæstum á óvart en spurningarmerki hafa verið sett við framboð andstæðingsins, Moussa Mustafa Moussa. Sá bauð sig fram á síðustu stundu eftir að hafa safnað undirskriftum fyrir framboð Sisi. Moussa nýtur stuðnings Ghad-flokksins, sem á engin sæti á egypska þinginu, og nokkurra ættbálkahöfðingja. Þegar einkarekna sjónvarpsstöðin CBC spurði Moussa í febrúar um hvort hann vildi sjónvarpskappræður svaraði frambjóðandinn: „Ég er raunsær maður. Ég veit að kappræður yrðu tilgangslausar fyrir mig. Ég hef engin afrek unnið.“ Ríkismiðlar og aðrir fjölmiðlar, hliðhollir Sisi, hafa veitt framboði Moussa mikla athygli og fjallað um það líkt og um venjulegt, alvarlegt forsetaframboð sé að ræða. Hins vegar hafa stjórnarandstæðingar, bæði úr hinu bannaða Bræðralagi múslima sem og aktívistar og stjórnarandstæðingar á samfélagsmiðlum, haldið því fram að Moussa sé í raun leiksoppur Sisi. Hann sé einungis í framboði til að láta kosningarnar líta trúverðuglega út.Sá trúverðugleiki hefur einna helst verið dreginn í efa í ljósi þess að helstu andstæðingar Sisi hafa ekki fengið að bjóða sig fram. Mannréttindabaráttumaðurinn og lögfræðingurinn Khaled Ali þurfti að draga framboð sitt til baka í janúar vegna meintra brota við söfnun undirskrifta. Þá hafa yfirvöld höfðað mál gegn Ali og er hann sakaður um óspektir og „dónalegar handabendingar“ þegar hann fagnaði sigri í máli sem hann vann fyrir dómstólum og snerist um að ekki ætti að afhenda Sádi-Arabíu tvær eyjar í Rauðahafi. Hefur Ali sagt málið pólitísks eðlis, hann hafi einungis verið ákærður eftir að hann tilkynnti um framboð sitt. Verði hann sakfelldur mun hann ekki geta boðið sig fram aftur. Annar stjórnarandstæðingur, sem þótti líklegur til afreka, er fyrrverandi starfsmannastjóri hersins, Sami Anan. Eftir að hann tilkynnti um framboð sitt var hann handtekinn, sakaður um að hafa brotið reglur hersins með því að fá ekki samþykki hersins fyrir framboði sínu. Og listinn er ekki tæmdur. Ahmed Shafiq, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í nóvember. Hann dró það hins vegar til baka eftir að hafa, samkvæmt stjórnarandstöðumiðlum, verið haldið gegn vilja sínum í hótelherbergi í Kaíró í mánuð. Fjórði frambjóðandinn sem þótti líklegur til afreka, Al-Sayed al-Badawi, formaður hins frjálslynda Al-Wafd-flokks, tilkynnti um framboð sitt á síðasta ári. Nokkrum dögum síðar meinaði flokkur hans honum að fara í framboð á þeim grundvelli að það myndi skaða orðspor flokksins. Vegna þess að stjórnarandstæðingar hafa ekki fengið að bjóða sig fram og vegna alvarlegra takmarkana á fjölmiðlafrelsi hefur verið hvatt til sniðgöngu á kosningunum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Lýðræðishreyfingin, fjöldi mannréttindabaráttusamtaka og hið bannaða Bræðralag múslima eru á meðal þeirra sem ætla að sniðganga forsetakosningarnar. Þá hafa fyrrverandi forsetaframbjóðendur og þekktir stjórnarandstæðingar hvatt sem flesta til að mæta ekki á kjörstað.
Birtist í Fréttablaðinu Egyptaland Mið-Austurlönd Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira