Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2018 15:12 Argentína steikhús við Barónstíg er eitt ástsælasta veitingahús borgarinnar. Engar eignir fundust í búi Potts ehf. sem rak veitingahúsið Argentínu steikhús í tæplega þrjátíu ár við Barónstíg í Reykjavík. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra en um svipað leyti var rekstur Argentínu færður yfir á kennitölu Bos ehf., félags hvers forráðamaður og stjórnarformaður er Björn Ingi Hrafnsson. Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.Björn Ingi Hrafnsson er skráður forráðamaður Bos ehf.Vísir/ValliEftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður er skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár.Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Engar eignir fundust í búi Potts ehf. sem rak veitingahúsið Argentínu steikhús í tæplega þrjátíu ár við Barónstíg í Reykjavík. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í mars í fyrra en um svipað leyti var rekstur Argentínu færður yfir á kennitölu Bos ehf., félags hvers forráðamaður og stjórnarformaður er Björn Ingi Hrafnsson. Lýstar kröfur í gjaldþrot Potts ehf. námu 86 milljónum króna. Þar af voru veðkröfur um 15 milljónir króna, forgangskröfur 12 milljónir króna en almennar kröfur 59 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar. Argentína er eitt rótgrónasta veitingahús landsins en því var komið á fót árið 1989. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi eins og Fréttablaðið fjallaði um í október. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðing þung.Björn Ingi Hrafnsson er skráður forráðamaður Bos ehf.Vísir/ValliEftir að Bos ehf. var stofnað af KPMG undir nafninu AB596 ehf. tók hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson við félaginu nokkrum dögum síðar. Nafni þess var breytt í Bos ehf., Sigurður er skráður stjórnarmaður og prókúruhafi þess og dóttir hans, Edda Sif Sigurðardóttir, ráðin framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár.Sigurður þvertók í samtali við Fréttablaðið fyrir að hafa nokkra aðkomu að félaginu í dag. Hann staðfesti þó að hafa komið að því að kaupa eignir Argentínu á sínum tíma. Hann er þó enn í dag skráður stjórnarmaður og með prófkúruumboð fyrirtækisins. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS ehf að því er Stundin greindi frá. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að hann tók við rekstrinum í haust. Björn Ingi Hrafnsson var stjórnarformaður félagsins, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00