Leggur fram frumvarp um aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum Erla Björg Gunnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 27. mars 2018 18:30 Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis. Vísir/pjetur Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“ Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Nýtt frumvarp til laga verður lagt fram á morgun er varðar aukið eftirlit með dæmdum barnaníðingum og aukna upplýsingagjöf til Barnaverndarstofu um þá. Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir flutningsmaður frumvarpsins mikilvægt að breyta löggjöf til að bæta verkferla í þessum málum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Á morgun mun frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur þingmanns Framsóknarflokksins birtast á vefsíðu Alþingis þar sem lögð er til breyting á barnaverndarlögum og almennum hegningarlögum til að auka eftirlit með barnaníðingum. Breytingin felur í sér að ríkissaksóknari skuli láta Barnaverndarstofu vita þegar dómar falla vegna kynferðisbrots gegn börnum og fangelsismálastofnun láta vita þegar afplánun hins dæmda lýkur. Einnig að allir sem dæmdir eru fyrir barnaníð skuli samkvæmt dómsorði gangast undir áhættumat þar sem metið er hversu miklar líkur eru á að þeir brjóti af sér að nýju. Slíkt áhættumat hefur verið valkvætt hingað til. Ráðstafanir í öryggisskyni Ef veruleg hætta er talin stafa af viðkomandi eru áframhaldandi ráðstafanir gerðar í öryggisskyni og verður samstarf Barnaverndarstofu og Fangelsismálastofnunar um úrræði. „Ef að men falla undir mestu áhættu þá skuli þeir vera undir sérstöku eftirliti eftir að afplánun lýkur,“ segir Silja í samtali við fréttastofu. Með sérstöku eftirliti er átt við að hægt verði að kveða á um eftirfarandi öryggisráðstafanir í dómi. a) Skyldu til að sinna meðferð á vegum heilbrigðisstarfsmanna.b) Skyldu til að mæta í viðtöl hjá félagsþjónustu.c) Eftirlit með notkun internets og samskiptamiðla. d) Að einstaklingur haldi sig frá neyslu áfengis og vímuefna.e) Eftirlit með heimili.f) Bann við búsetu á heimili þar sem börn eru búsett eða dvelja reglulega.Silja Dögg segir frumvarpið vera tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og taka umræðuna aðeins lengra.Vísir/HannaTilraun til að taka umræðuna lengra Í þeim tilfellum þar sem kveðið er á um sérstakar öryggisráðstafanir gagnvart einstaklingum er viðkomandi skylt að tilkynna breyttan dvalarstað og Barnaverndarstofa getur tilkynnt viðkomandi barnavernd ef einstaklingur sem veruleg hætta er talin stafa af flytur í umdæmið. Ef einstaklingur sinnir ekki öllum þessum fyrirmælum hér að ofan geti það varðað allt að tveggja ára fangelsi. Silja telur auknar eftirlitsheimildir ekki stangast á við mannréttindalög. „Þetta kerfi hefur verið við lýði í Bretlandi eða ákveðin eða ákveðin útfærsla af því í rúm 20 ár og það hefur reynt á þetta kerfi fyrir mannréttindadómstól Evrópu í tvígang og í bæði skiptin hefur breska ríkið unnið málið.“ Silja segir umræðuna síðustu ár hafa vakið hana til umhugsunar en einnig hafi hún unnið að barnaverndarmálum þegar hún starfaði hjá lögreglunni. Hún segir að bæta þurfi verkferla víða og að lagaleg umgjörð sé nú ekki nógu sterk. „Þetta frumvarp er tilraun til þess að ávarpa þennan málaflokk og leggja inn og svona taka umræðuna aðeins lengra og vonandi náum við einhverjum framförum þarna.“
Alþingi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira